Vertu memm

Uncategorized

Heimasíður vínumboða

Birting:

þann

Stefán Guðjónsson ritaði ágætis grein á heimasíðu sinni, smakkarinn.is, um daginn.  Þar kemur hann inn á hvers vegna vínumboð hér á landi notfæra sér ekki netið og heimasíður sínar meira en raun ber vitni. 

Ég fékk því áhuga á að kanna hvernig ástandið væri í raun og veru.  Mér lék forvitni á að vita  hversu þægilegt var að skoða sig um á síðunum umboðana og hvernig háttað væri með uppfærslur á fréttum og tilkynningum.  Þetta er ekki vísindaleg úttekt, heldur frekar pælingar hvernig síðurnar eru gagnvart vínáhugafólki.

Karl K. Karlsson 
Karl K. Karlsson heildverslun heldur úti vin.is, þessi heimasíða er stílhrein og aðgengileg.  Því miður eru hún uppfærð frekar sjaldan.  Til dæmis var sett frétt inn  27. janúar s.l. í fyrsta sinn í níu mánuði.  Það var ein frétt sett inn á síðuna allt síðasta ár.

Ölgerðin
Ölgerðin, heldur úti Egils.is, raudvin.is og hvitvin.is.  Síðasta fréttin á Egils.is var sett inn 1. september 2005.  Á hinar síðurnar eru settir molar annað slagið, en slíkt mættu aðstandendur síðunnar gjarnan gera oftar.  Rauvín og hvítvín.is eru stílhreinar og gaman að kíkja í heimsókn.  En þegar uppfært er sjaldan líður lengra á milli heimsókna og hætt er við að maður gleymir að kíkja við.

Vífilfell
Vífilfell er með litla víndeild, ef marka má heimasíðuna, vifilfell.is.  Þar er að finna ágætt aðgengi að vínlistanum og ekkert út á það að setja.  En þar er ekki að finna neinar fréttir af gangi mála hjá þeim né fréttir af birgjum þeirra.

Allied
Allied er öflugt fyrirtæki með umboð fyrir mörgum áhugaverðum vínum.  Heimasíða þeirra, allied.is, býður upp á margt og er aðgengileg.  En á forsíðunni er frétt dagsett 14. apríl 2005!!  Það er nú frekar dapurt.  Það kíkir enginn inn á svona síðu nema einu sinni eða tvisvar.  Ég er sannfærður um að það hljóti eitthvað að hafa gerst hjá þessu ágæta fyrirtæki, eða birgum þess, á þessu ári sem liðið er.  Annað getur bara ekki verið.

Bakkus
Bakkus heldur úti tveimur lénum.  Bakkus.is og lettvin.is, báðar beinast að sömu síðunni.  Á forsíðunni hefur ekkert gerst í nærri því ár!!!  Heimasíðan er virkilega óspennandi og hvetur mann ekki til að kíkja aftur í heimsókn.  Þarna verður að taka til hendinni!

Ber ehf
Ber ehf., ber.is, er með ágætis heimasíðu.  Þar eru fréttir uppfærðar reglulega, en mætti gjarnan vera oftar.  Aðgengið er ágætt og þægilegt að vafra um.  Fín síða.

HOB vín
Í apríl í fyrra komu HOB vín með nýtt útlit á heimasíðu sinni  hob.is.  Þar hefur verið uppfært einu sinn síðan þá, í júlí síðastliðnum.  Ekkert að gerast og þar af leiðandi er síðan væntanlega lítið heimsótt.

Rolf Johansen & Company
Heimasíða Rolf Johansen & Company, rjc.is, hefur verið í fararbroddi hér á landi.  Þar eru fréttir uppfærðar mjög reglulega og þar er þægilegt að vafra um.  Eini gallinn er að ekki er hægt að sjá fréttir langt aftur í tímann.  Mjög góð síða.

Vino ehf
Vino ehf í Mosfellsbæ er með ágætis síðu, vino.is.  Þar er margt skemmtilegt  að sjá.  En eins og hjá flestum umboðum þá er sjaldan uppfært, sem gerir það að verkum að ekki verða heimsóknirnar margar.

Vínekran ehf
Vínekran ehf., er með ágætis síðu, vinekran.is.  Hún er einföld og stílhrein.  Mætti uppfærast oftar.

Vín og matur
Vín og matur heldur úti skemmtilegri heimasíðu í blogstíl, vinogmatur.is.  Þar er uppfært reglulega og ýmsir punktar settir fram.  Þægilegt að vafra um síðuna og alltaf
semmtilegt að kíkja í heimsókn. Góð síða. 

RS-vín
Á sínum tíma fór RS-vín af stað með fína síðu, samvirki.is, en því miður hefur hefur ekkert gerst hjá þeim siðastliðið ár. 

Globus
Globus, einn helsti víninnflytjandi landsins, er ekki einu sinni með heimasíðu.  Það er í raun hálf undarleg á þessum tíma, en má að kannski segja að betur er heima setið en af stað farið ef hugurinn stefnir ekki í þessa átt. 
 

Niðurstaðan:
Niðurstaða þessarar litlu könnunar er á þá leið að, vel flestar heimasíður vínumboða hér á landi eru hvorki fugl né fiskur. 

Eins og staðan er í dag þá eru fjórar heimasíður vínumboða sem vert er fyrir vínáhugafólk að kíkja á og hafa í bookmarkinu;  Vin og matur, Ber,  Rolf Jonansen & Company og skammt þar á eftir er rauðvín.is.  Það er nóg að kíkja á hinar einu sinni á ári.

Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið