Vertu memm

Frétt

Hefur afgreitt sama matseðilinn í 154 ár | Elsti skyndibitastaðurinn í Bretlandi – Vídeó

Birting:

þann

Eel & pie house

Joe Cooke

„Eel & pie house“ er elsti skyndibitastaður í Bretlandi og þó víðar væri leitað, en þar stendur Joe Cooke vaktina, barnabarn Robert Cooke sem stofnaði veitingastaðinn árið 1862.  Matseðillinn er ekki flókinn, en hann er eins og nafnið gefur til kynna, áll og bökur og hefur verið afgreiddur nákvæmlega eins frá árinu 1862.

Með bökunni sem hægt er að fá bæði með nautakjöts,- eða grænmetis fyllingu, er gefin kartöflumús og steinseljusósa sem unnin er úr álnum.  Kaldur áll með hlaupi og að sjálfsögðu Vinney edikið fyrir þá sem vilja.

Veitingastaðurinn Eel & pie house er staðsettur við Hoxton Stræti í London:

Vídeó

Þátturinn Munchies birti nýlega skemmtilegt myndband af sögu „Eel & pie house“, þar sem Joe Cooke leiðir áhorfendur í gegnum allan sannleikann á starfsemi veitingastaðarins:

 

Mynd: skjáskot úr myndbandi

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss Lagersala - Stórkaup

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið