Markaðurinn
Haustdrykkur Lavazza
Graskers-latte hefur á síðustu árum orðið táknrænn drykkur haustsins. Lavazza sameinar dýpt ítalska espressósins með hlýlegum krydduðum tónum graskersins, sem skapar einstaklega ljúffengan og fullkomlega haustlegan kaffibolla.
Nú þegar laufin eru farin að gulna, daginn að stytta og kuldinn að sækja á landið, er notalegt að ylja sér með heitum kaffibolla. Lavazza, sem hefur lengi verið þekkt fyrir gæða kaffi, færir með þessari útgáfu klassískan latte á næsta stig, sem höfðar jafnt til kaffiunnenda sem og þeirra sem vilja upplifa huggulega hauststemmingu í hverjum sopa.
Lavazza karamellu og graskers latte
- Tvöfaldur espresso með kaffi frá Lavazza
- 2 msk. Graskerssýróp
- Mjólk
- Karamellusósa
- Rjómi
Aðferð:
- Þeytið saman mjólk og graskerssýrópi.
- Hellið karamellusósu á innanvert glasið og bætið við tvöföldum espresso.
- Hellið mjólkinni yfir og toppið drykkinn með þeyttum rjóma og karamellusósu.
Pumpkin Spice sýróp
Pumpkin Spice sýrópið frá Teisseire er tilvalið til að útbúa girnilegan haustdrykk.
Vörunúmer: 343044
Við minnum einnig á vefverslunina okkar, www.vefverslun.danol.is
Kær kveðja,
Starfsfólk Danól
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel23 klukkustundir síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni1 dagur síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ristorante Pizza Margherita komin í vöruúrval Innnes
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Desemberuppbót árið 2024 – Uppbótin er kr. 106.000