Vertu memm

Freisting

Harmsaga við Laugaveg

Birting:

þann

Kitchen við Laugaveginn

Jónas Kristjánsson veitingagagnrýnandi fer ekki fögrum orðum um veitingastaðinn Kitchen við Laugaveginn og endar með því að segja staðinn vera harmsaga við Laugaveginn og að hann komi aldrei til með að heimsækja hann aftur.

Eftirfarandi texti er hans frásögn sem hann birtir á vefsíðu sinni jonas.is:
Við pöntuðum í gær hvort um sig hálfan tandoori-kjúkling af matseðli, rétt nr. 15. Við fengum fjórðung fyrir einn. Kvörtun færði okkur annan fjórðung fyrir hinn. Samt greiddum við samtals 4.780 kr fyrir tvo hálfa kjúklinga með engu.

Kvörtun bar engan árangur. Kjúklingurinn var þurr. Fengum ekki pantaða jógúrt-sósu og mangó-sultu fyrr en síðar og þá með eftirgangsmunum. Nan-brauðið á að koma úr þurrum ofni, en kom jóðlandi í djúpsteikingarfeiti. Kitchen, nepalskt veitingahús andspænis Kjörgarði við Laugaveg, er harmsaga. Eigandinn er alveg úti að aka. Eitt fárra húsa, sem ég heimsæki ekki aftur.

Heimasíða Kitchen www.kitchen-eldhus.is

/Smári

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið