Freisting
Harmsaga við Laugaveg
Jónas Kristjánsson veitingagagnrýnandi fer ekki fögrum orðum um veitingastaðinn Kitchen við Laugaveginn og endar með því að segja staðinn vera harmsaga við Laugaveginn og að hann komi aldrei til með að heimsækja hann aftur.
Eftirfarandi texti er hans frásögn sem hann birtir á vefsíðu sinni jonas.is:
Við pöntuðum í gær hvort um sig hálfan tandoori-kjúkling af matseðli, rétt nr. 15. Við fengum fjórðung fyrir einn. Kvörtun færði okkur annan fjórðung fyrir hinn. Samt greiddum við samtals 4.780 kr fyrir tvo hálfa kjúklinga með engu.
Kvörtun bar engan árangur. Kjúklingurinn var þurr. Fengum ekki pantaða jógúrt-sósu og mangó-sultu fyrr en síðar og þá með eftirgangsmunum. Nan-brauðið á að koma úr þurrum ofni, en kom jóðlandi í djúpsteikingarfeiti. Kitchen, nepalskt veitingahús andspænis Kjörgarði við Laugaveg, er harmsaga. Eigandinn er alveg úti að aka. Eitt fárra húsa, sem ég heimsæki ekki aftur.
Heimasíða Kitchen www.kitchen-eldhus.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni3 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Frétt4 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu