Keppni
Harmoni hreppti titilinn Bakarí ársins 2020 – Þetta er áhugaverð keppni fyrir Íslensku bakaríin
Iðnaðarsamtök bakara,- og Konditorbransans í Noregi stóð fyrir skemmtilegri keppni þar sem keppt var um titilinn Bakarí ársins 2020.
Er þetta í þriðja sinn sem að slík keppni er haldin á vegum samtakanna og þemað í ár var „Upplifun viðskiptavina“.
Til mikils er að vinna en vinningshafar frá fyrri keppnum er Edgars bakarí í bænum Mandal og Elda bakarí og fengu þau mikla athygli fjölmiðla í kjölfar verðlaunanna.
Í dómnefnd í ár voru:
Vigdis Myhre Næsseth
Beret Mette Haga
Hilde Mortvedt
Oddbjørn Roksvaag
Keppnisfyrirkomulag var að öllum var frjálst að senda inn tilnefningar um bakarí sem væru verðugir fulltrúar í keppnina. Einungis þrjú bakarí komust í úrslit.
„Við völdum þemað „Upplifun viðskiptavina“, þar sem baráttan um viðskiptavini snýst ekki bara um gæði og staðbundið hráefni, heldur snýst þetta að miklu leyti um þá upplifun sem viðskiptavinurinn fær þegar þeir heimsækja viðkomandi bakarí,“
sagði Vigdis Myhre Næsseth yfirdómari keppninnar.
Það var bakaríið Harmoni sem hreppti titilinn Bakarí ársins 2020.
„Það var mjög skemmtilegt að vinna… reyndar geðveikt gaman. Ég var reyndar ekki að búast við sigri en líklega hefði ég orðið fyrir miklum vonbrigðum ef við hefðu ekki unnið“,
sagði Fredrik Lønne, eigandi Harmon bakarí, hress í samtali við bakeri.no.
Þau bakarí sem kepptu til úrslita voru Hevd handverksbakarí í Þrándheimum, Maison Grabot í bænum Sandefjord og handverksbakaríið Harmoni í bænum Porsgrunn.
Myndir: facebook / Harmoni Håndverksbakeri
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám







