Keppni
Harmoni hreppti titilinn Bakarí ársins 2020 – Þetta er áhugaverð keppni fyrir Íslensku bakaríin
Iðnaðarsamtök bakara,- og Konditorbransans í Noregi stóð fyrir skemmtilegri keppni þar sem keppt var um titilinn Bakarí ársins 2020.
Er þetta í þriðja sinn sem að slík keppni er haldin á vegum samtakanna og þemað í ár var „Upplifun viðskiptavina“.
Til mikils er að vinna en vinningshafar frá fyrri keppnum er Edgars bakarí í bænum Mandal og Elda bakarí og fengu þau mikla athygli fjölmiðla í kjölfar verðlaunanna.
Í dómnefnd í ár voru:
Vigdis Myhre Næsseth
Beret Mette Haga
Hilde Mortvedt
Oddbjørn Roksvaag
Keppnisfyrirkomulag var að öllum var frjálst að senda inn tilnefningar um bakarí sem væru verðugir fulltrúar í keppnina. Einungis þrjú bakarí komust í úrslit.
„Við völdum þemað „Upplifun viðskiptavina“, þar sem baráttan um viðskiptavini snýst ekki bara um gæði og staðbundið hráefni, heldur snýst þetta að miklu leyti um þá upplifun sem viðskiptavinurinn fær þegar þeir heimsækja viðkomandi bakarí,“
sagði Vigdis Myhre Næsseth yfirdómari keppninnar.
Það var bakaríið Harmoni sem hreppti titilinn Bakarí ársins 2020.
„Það var mjög skemmtilegt að vinna… reyndar geðveikt gaman. Ég var reyndar ekki að búast við sigri en líklega hefði ég orðið fyrir miklum vonbrigðum ef við hefðu ekki unnið“,
sagði Fredrik Lønne, eigandi Harmon bakarí, hress í samtali við bakeri.no.
Þau bakarí sem kepptu til úrslita voru Hevd handverksbakarí í Þrándheimum, Maison Grabot í bænum Sandefjord og handverksbakaríið Harmoni í bænum Porsgrunn.
Myndir: facebook / Harmoni Håndverksbakeri
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni18 klukkustundir síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann