Frétt
Hangikjötið vinsælast á jóladag
Þeim fækkar sem hyggjast borða hangikjöt á jóladag en vinsældir grænmetisfæðis og nautakjöts hafa ekki verið jafn háar síðan mælingar MMR á jólahefðum landsmanna hófust árið 2010.
Alls kváðust 68% landsmanna ætla að borða hangikjöt sem aðalrétt á jóladag en hlutfall þeirra hefur lækkað um 5 prósentustig frá upphafi mælinga. 8% kváðust ætla að gæða sér á hamborgarahrygg, 4% á lambakjöti öðru en hangikjöti, 4% á grænmetisfæði, 4% kalkún, 3% á nautakjöti og 9% svarenda kváðust munu borða annað en ofantalið.
Munur eftir lýðfræðihópum
Karlar reyndust líklegri heldur en konur til að segjast ætla að gæða sér á hamborgarahrygg (10% karla; 6% kvenna) eða nautakjöti (4% karla; 1% kvenna) á jóladag en konur voru líklegri til að segjast ætla að borða grænmetisfæði (6% kvenna; 3% karla), kalkún (6% kvenna, 2% karla) eða annan mat en hér er talinn upp (11% kvenna; 8% karla).
Hlutfall þeirra sem kváðust munu borða hangikjöt sem aðalrétt jókst með auknum aldri en 75% þeirra 68 ára og eldri kváðust ætla að gæða sér á hangikjötinu á jóladag, samanborið við 61% þeirra 18-29 ára. Svarendur yngri en 50 ára (10%) voru hins vegar líklegri en eldri svarendur til að segjast ætla að borða hamborgarhrygg í aðalrétt á jóladag. Svarendur í yngsta aldurshópi (18-29 ára) reyndust líklegastir allra til að segjast ætla að gæða sér á grænmetisfæði (8%) en hlutfallið fór minnkandi með auknum aldri.
Svarendur af landsbyggðinni (76%) reyndust líklegri en þau af höfuðborgarsvæðinu (63%) til að segjast ætla að gæða sér á hangikjöti á jóladag. Íbúar höfuðborgarsvæðisins reyndust aftur á móti líklegri til að munu borða hamborgarhrygg (9%) eða grænmetisfæði (5%) heldur en landsbyggðarbúar (6% hamborgarhrygg; 1% grænmetisfæði).
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars