Frétt
Hangikjötið vinsælast á jóladag
Þeim fækkar sem hyggjast borða hangikjöt á jóladag en vinsældir grænmetisfæðis og nautakjöts hafa ekki verið jafn háar síðan mælingar MMR á jólahefðum landsmanna hófust árið 2010.
Alls kváðust 68% landsmanna ætla að borða hangikjöt sem aðalrétt á jóladag en hlutfall þeirra hefur lækkað um 5 prósentustig frá upphafi mælinga. 8% kváðust ætla að gæða sér á hamborgarahrygg, 4% á lambakjöti öðru en hangikjöti, 4% á grænmetisfæði, 4% kalkún, 3% á nautakjöti og 9% svarenda kváðust munu borða annað en ofantalið.
Munur eftir lýðfræðihópum
Karlar reyndust líklegri heldur en konur til að segjast ætla að gæða sér á hamborgarahrygg (10% karla; 6% kvenna) eða nautakjöti (4% karla; 1% kvenna) á jóladag en konur voru líklegri til að segjast ætla að borða grænmetisfæði (6% kvenna; 3% karla), kalkún (6% kvenna, 2% karla) eða annan mat en hér er talinn upp (11% kvenna; 8% karla).
Hlutfall þeirra sem kváðust munu borða hangikjöt sem aðalrétt jókst með auknum aldri en 75% þeirra 68 ára og eldri kváðust ætla að gæða sér á hangikjötinu á jóladag, samanborið við 61% þeirra 18-29 ára. Svarendur yngri en 50 ára (10%) voru hins vegar líklegri en eldri svarendur til að segjast ætla að borða hamborgarhrygg í aðalrétt á jóladag. Svarendur í yngsta aldurshópi (18-29 ára) reyndust líklegastir allra til að segjast ætla að gæða sér á grænmetisfæði (8%) en hlutfallið fór minnkandi með auknum aldri.
Svarendur af landsbyggðinni (76%) reyndust líklegri en þau af höfuðborgarsvæðinu (63%) til að segjast ætla að gæða sér á hangikjöti á jóladag. Íbúar höfuðborgarsvæðisins reyndust aftur á móti líklegri til að munu borða hamborgarhrygg (9%) eða grænmetisfæði (5%) heldur en landsbyggðarbúar (6% hamborgarhrygg; 1% grænmetisfæði).
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn5 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu






