Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hamborgarakóngurinn í skemmtilegu viðtali
„Meira en 70 prósent landsmanna vita hver ég er eða hafa heyrt um mig,“
segir Tómas „Tommi“ Tómasson matreiðslumeistari í samtali við theculturetrip.com, sem birtir skemmtilegt viðtal við meistarann sem sjá má með því að smella hér.
Um Tómas
Tómas Andrés Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, er einn eiganda og stofnenda Hamborgarabúllu Tómasar. Áður rak hann keðju hamborgarastaði undir nafninu Tommaborgarar en þeir veitingastaðir voru fyrsta skyndibitakeðjan á Íslandi.
Tómas hóf nám í matreiðslu árið 1967 í flugeldhúsi Loftleiða uppi á Keflavíkurflugvelli. Tommi rak Festi í Grindavík frá 1974 til 1977. Að loknu námi í Bandaríkjunum í hótel- og veitingarekstri stofnaði hann Tommaborgara 14. mars 1981.
Útibú spruttu upp út um allt land og urðu 26 talsins. Eftir þrjú ár hætti Tommi rekstri Tommaborgara, en síðan hefur hann rekið Hard Rock Café og Hótel Borg, auk þess sem hann stofnaði Kaffibrennsluna árið 1996 og sá um rekstur til ársins 2002.
Þann 14. mars 2004, klukkan 11 fyrir hádegi, þegar 23 ár voru liðin frá opnun Tommaborgara, opnaði Tommi nýjan hamborgarastað sem heitir Hamborgarabúlla Tómasar. Búllan er staðsett í bátslaga húsi að Geirsgötu 1, en útibú hafa verið stofnuð í Reykjavík, í Hafnarfirði, London, Noregi svo fátt eitt sé nefnt.
Mynd: skjáskot úr myndbandi.

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel23 klukkustundir síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Frétt3 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu