Vertu memm

Freisting

Hamborgarafabrikkan komin í loftið

Birting:

þann


Jói, Simmi og Hinni slá hér á létta strengi fyrir ljósmyndara freisting.is

Freisting.is leit við í fyrsta hádegi hjá Hamborgarafabrikkunni, reyndar var klukkan farinn að slá í tvö, staðurinn ennþá fullur af gestum og stöðugt bættist við.

Hitti Hinna þar sem hann raðaði saman borgurum og af skipanir inní eldhús til að allt gengi smurt fyrir, að sögn 280 gestir frá opnun og dagurinn varla hálfnaður!

Fabrikkan er töff staður, hátt til lofts og bjart inni þökk sé gríðarlegum gluggum sem veita útsýni yfir að einu fallegasta húsi Reykjavíkur, Höfða.  Til gamans má geta að hægt er að panta síðustu kvöldmáltíð Reagans og Gorbachev af matseðli, grillaðar lambalundir með púrtvínssósu og öllu tilheyrandi.

Hinni smellti í gang einum svaðalegasta hamborgara sem ég hef augum litið, en samkvæmt maðseðli er hann nr. 13 og heitir Trukkurinn.
Hvítlauksgrillaður portobellosveppur, steikt egg, beikon, ostur, bearnaise, 120g nautaborgari, kál, tómatur og síðast en ekki síst ferkantað hamborgarabrauð og auðvitað fylgdu franskar kartöflur.  Kaloríuboba, bomba eins og einhver segir!!!
SVAÐAlegur burger.  Þennan skratta pantar maður ekki nema á TÓMAN maga!

Stöðugt bætti í kúnnahópinn, allir sem ég talaði við voru á einu máli, Nammi.

Tökum matseðil betur út síðar, en lengi býr að fyrstu gerð og hún var alveg í lagi.

Smellið hér til að skoða myndir frá Hamborgarafabrikkunni í dag
/ Formlega opnanir / Hamborgarafabrikkan

/Matthías

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið