Uncategorized
Háloftavín í Flugleiðavélum
Á hverju ári endurnýja Flugleiðir vínkost flugvéla sinna, a.m.k. þeirra er fást á business-class. Nýr vínseðill byrjaði á business-class fyrir nokkrum dögum og er þar að finna eitt vín frá okkur, The Footbolt 2003 Shiraz frá d’Arenberg. Verður það eingöngu fáanlegt á flugleiðum til Bandaríkjanna. Þetta er þriðja árið í röð sem flugfélagið, með aðstoð helstu vínspekúlanta landsins, velur vín frá Vín & mat á þennan merkilega vínlista.
Jafnframt munu Flugleiðir í fyrsta sinn kaupa af okkur vín fyrir almennt farrými. Þetta eru argentísk vín (187ml flöskur), rautt og hvítt, sem eingöngu eru flutt inn í þessum tilgangi. Framleiðandi þeirra er Don Cristobal. Við fluttum inn eitt vín frá honum á síðasta ári sem eingöngu var selt á business-class. Argentísku vínin munu koma í fyrsta gáminum sem Vín & matur flytur inn en hingað til höfum við eingöngu flutt inn í brettavís.
Orðrétt af heimasíðu Víns og matar.
Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Keppni4 dagar síðan
Food & Fun 2025: Framúrskarandi matreiðslumenn heiðraðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu straumar í matvælaiðnaði: Próteinríkt kaffi, ranch-sósuæði og Pacific Glaze sósa frá Wingstop
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áhrifavaldar gegna lykilhlutverki í aukinni neyslu ávaxta og grænmetis
-
Food & fun2 dagar síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Frétt2 dagar síðan
Starbucks dæmt til að greiða gríðarlegar bætur eftir brunaslys – greiðir 50 milljónir dala í bætur
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kjarnafæði-Norðlenska hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf