Uncategorized
Háloftavín í Flugleiðavélum
Á hverju ári endurnýja Flugleiðir vínkost flugvéla sinna, a.m.k. þeirra er fást á business-class. Nýr vínseðill byrjaði á business-class fyrir nokkrum dögum og er þar að finna eitt vín frá okkur, The Footbolt 2003 Shiraz frá d’Arenberg. Verður það eingöngu fáanlegt á flugleiðum til Bandaríkjanna. Þetta er þriðja árið í röð sem flugfélagið, með aðstoð helstu vínspekúlanta landsins, velur vín frá Vín & mat á þennan merkilega vínlista.
Jafnframt munu Flugleiðir í fyrsta sinn kaupa af okkur vín fyrir almennt farrými. Þetta eru argentísk vín (187ml flöskur), rautt og hvítt, sem eingöngu eru flutt inn í þessum tilgangi. Framleiðandi þeirra er Don Cristobal. Við fluttum inn eitt vín frá honum á síðasta ári sem eingöngu var selt á business-class. Argentísku vínin munu koma í fyrsta gáminum sem Vín & matur flytur inn en hingað til höfum við eingöngu flutt inn í brettavís.
Orðrétt af heimasíðu Víns og matar.
Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir





