Vertu memm

Starfsmannavelta

Hallgrímur hættir á Vox

Birting:

þann

Friðrik V í nýju húsnæði
( í sömu götu er Hótel Kea og veitingastaðurinn Karólína )

Hallgrímur Friðrik hættir á Vox og tekur við stöðu yfirmatreiðslumanns á veitingastaðnum Friðrik V á Akureyri.

Freisting.is hitti kappann og lagði fyrir hann nokkrar spurningar:

Hvænær hættir þú á Vox ?
Núna um mánaðarmótin, ……….kaupin gerast hratt á eyrinni.

Hvað ert þú búinn að vera lengi á Vox ?
Rúmlega 4 ár, nánast frá opnunardegi, og ekkert grín að yfirgefa stað eins og Vox, þar sem maður hefur staðið við hlið frábærra matreiðslumanna og mótað þann stað sem Vox er í dag. Þetta er viss söknuður og sorg, en tími kominn til breytinga.

Þú ert að norðan, er það ekki, þannig þú ert að fara heim aftur ?
Jú, jú, eftir mikið hark hér á Íslandi og erlendis í 10-12 ár er mjög góð tilfinning að flyja norður aftur og taka við jafn spennandi verkefnum og bíða mín hjá Friðriki og Öddu í nýju og glæsilegu húsnæði. Þau hafa staðið vaktina frá opnun, árið 2001, með frábærum árangri og miklum sóma. Staðurinn hefur fengið frábæra dóma og tek ég því stoltur við starfi yfirmatreiðslumanns og mun halda áfram að upphefja íslenskt og ekki síst norðlenskt hráefni, eins og Friðrik hefur gert í allan þennan tíma.

Er einhverra breytinga að vænta á Friðrik V ?
Tja…. með nýjum mönnum koma oftast nýjar hugmyndir. Friðrik er ekkert hættur í eldhúsinu og held ég að hugmyndir okkar liggi vel saman, þar sem við erum búnir að vera góðir vinir í mörg ár og fylgst vel með hvorum öðrum. Við upphefjum hvor annan til góðra verka held ég og vonandi með jákvæðri þróun og breytingum, en engar skyndibeygjur verða teknar í matreiðslunni á Friðrik V, en ferskir vindar munu blása í nýja eldhúsinu okkar.

Hvað verður nýi staðurinn stór ?
Hann tekur um 60-70 manns í sæti, auk veislusalar sem tekur svipað og svo auðvitað tekur barinn uppí risinu nokkurn fjölda, þannig að það verður nóg að gera, ef allt fyllist. Einnig opnar sælkeraverslun þar sem við munum selja hágæða sælkeravörur, þurrvöru sem ferska, þar sem við græjum fyrir kúnnan það sem hann vill úr því besta sem við höfum uppá að bjóða – mjög spennandi verkefni þar sem mikið af hráefninu verður aðeins fáanlegt hjá okkur, lagað sérstaklega af okkur, fyrir okkur og sérinnflutt í þessa einu verslun þar sem einnig verður hægt að setjast niður og gæða sér á einum rétti í hádeginu og góðum expresso á eftir.

Hvenær á að opna ?
Mjög bráðlega !!…….íslenskir iðnaðarmenn eru kannski svolítið sérstakir þegar kemur að dagsetningum en um mánaðarmótin júní – júlí er það sem liggur fyrir og þá bjóðum við alla sælkera velkomna í norðlenska sælkeraveislu matreidda af norðlendingum!

Heimasíða: www.fridrikv.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið