Frétt
Hágæða barvörur í nýrri netverslun – Handsmíðaðar vörur frá Frakklandi
Félagarnir Hafliði Már Brynjarsson og Helgi Már Vilbergsson hjá Vínleit.is opnuðu nú á dögunum netverslun fyrir víntengdarvörur eins og upptakara, mæla og fleira.
L´atelier du Vin er á meðal í vörulínunni sem er til sölu á atelierduvin.is.
L’Atelier du Vin er 100 ára fjölskyldufyrirtæki sem hefur framleitt vörur fyrir nánast allt sem tengist víni og vínmenningu frá árinu 1926. Vörurnar eru handsmíðaðar og eiga sér enga hliðstæðu en þær eru veglegar og virkilega vandaðar.
„Við teljum að L’Atelier Du Vin muni slá í gegn hjá öllum vín unnendum, sælkerum sem og fagurkerum.“
Segir Helgi Már Vilbergsson í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um L’Atelier Du Vin vörurnar.
Vínleit er umboðs- og söluaðilar franska vörumerkisins L´Atelier du vin.
Heimasíða: www.atelierduvin.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt15 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum