Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hafsteinn Egilsson leggur slaufuna á hilluna | Þekkir þú gamla? Þá er þér boðið í 50 ára starfsafmæli Hafsteins
Hafsteinn Egilsson framreiðslumeistara þekkja nú margir sem starfa í veitingabransanum. Hafsteinn heldur upp á 50 ára starfsafmæli sitt þann 1. maí næstkomandi, en það er einmitt dagurinn sem að Hafsteinn hóf störf sem framreiðslunemi á Grillinu þann 1. maí árið 1968 og það á slaginu klukkan 14:00.
Að því tilefni ætlar Hafsteinn að leggja slaufuna á hilluna með viðhöfn og bjóða öllum sem hann hefur starfað með til veislu á Rauða Ljóninu þann 1. maí klukkan 17:00.
Allir eru velkomnir sem þekkja gamla!
Hver er Hafsteinn Egilsson?
Hafsteinn byrjaði 1. maí klukkan 14:00 að læra þjóninn í Grillinu og starfaði á Hótel Sögu til ársins 1991. Opnaði þá ásamt Herði Sigurjónssyni Naustið og rak það til 1. janúar 1996 við góðan orðstír.
Hafsteinn var veitingastjóri á Hótel Borg til ársins 1998, er hann fór aftur á Hótel Sögu til ársins 2006 og rak þá síðustu árin veitingadeildina ásamt syni hans Níelsi Hafsteinssyni framreiðslumeistara.
Keypti Iðusali sem hann rak til ársins 2009 og keypti síðan Rauða Ljónið við Eiðistorg þar sem hann starfar enn.
Að ógleymdu átti hann ásamt syni sínum Níelsi fyrsta veitingastað þeirra Rauða Sófann frá 1989-1991.
Hafsteinn var lengi mjög virkur í Barþjónaklúbbnum og var forseti í 4 ár og stjórn í mörg ár. Hafsteinn var mikill keppnismaður og keppti bæði erlendis og hér heima og varð meðal annars Íslandsmeistari árið 1979.
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Frétt3 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako






