Frétt
Hafliði yfirdómari í kokkakeppni í Noregi – Bein útsending

Christopher W. Davidsen silfurverðlaunahafi Bocuse d´Or 2017 og Hafliði Halldórsson yfirdómari í Norges Mesterskap
Allt komið á fullt í kokkakeppninni „Norges Mesterskap“ sem haldin er í Bergen í Noregi.
Hafliði Halldórsson matreiðslumaður er yfirdómari í keppninni og með honum til halds og traust eru eftirfarandi dómarar:
- Jørn Lie
- Christopher W. Davidsen
- Christer Rødseth
- Kristine Øvrebø
- Bente Dahlslett
- Erich Heigl
Fyrstu 4 úrslitakeppendur eru byrjaðir að keppa af 10 og á morgun keppa 6 kokkar.
„Hafliða líst vel á keppendur í dag og ánægður með að sjá brosandi og glaða kokka, sem virðast hafa gaman af þessu.“
, sagði Sigurður Rúnar Ragnarsson matreiðslumaður í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um stemninguna. Tveir kokkar á vegum Sigurðar eru í keppninni, en þeir starfa hjá veitingahúsinu Spiseriet í Stavanger sem að Sigurður og konan hans Guðrún Eyjólfsdóttir reka. Sigurður er framkvæmdastjóri Spiseriet síðan í janúar og Guðrún veitingastjóri, en Guðrún er framreiðslumaður að mennt.
Sigurður verður með beina útsendingu í dag og á morgun á facebook síðu veitingageirans.
Fyrstu réttir fara út klukkan 12:00 í dag á íslenskum tíma.
Keppnisfyrirkomulag:
Grænmetis „Lacto ovo“ forréttur úr leyndarkörfu (mystery basket) s.s. má nota mjólk og egg. Mb hráefni í dag er kantarellur, grænkál og jarðskokkar. Aðalréttur: lambafille og nýru og/eða bris. Eftirréttur: Valrhona 39% mjólkursúkkulaði, rauðbeður og rjómi.
Nánari upplýsingar um keppnina er hægt að lesa með því að smella hér.
Bein útsending:
[fbvideo link=“https://www.facebook.com/Veitingageirinn.is/videos/1586112698118909/“ width=“500″ height=“400″ onlyvideo=“1″]
Mynd: Sigurður Rúnar Ragnarsson
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Markaðurinn2 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA





