Markaðurinn
Hækka standardinn – ný hugsun í áfengislausri drykkjamenningu
Sólrún María Reginsdóttir, vörumerkjastjóri hjá Nathan & Olsen, sótti á dögunum Bar Convent Berlin (BCB), stærstu drykkjaráðstefnu Evrópu, þar sem helstu leiðtogar og hugmyndasmiðir drykkjamenningar hittast ár hvert til að deila nýjungum, sýn og reynslu.
Þema ráðstefnunnar í ár var skýrt: framtíðin er meðvituð, sjálfbær og áfengislaus!
Ezra Star „Farm to glass“ og ný sýn á áfengislausa menningu
Einn eftirminnilegasti viðburðurinn að sögn Sólrúnar var fyrirlestur Ezra Star, sem er kraftmikil frumkvöðull og eigandi Mostly Harmless í Hong Kong, fyrsta „farm-to-glass“ og 100% áfengislausa barsins í borginni. Ezra, sem er bæði barþjónn, kokkur og ráðgjafi, hefur skapað nýja hreyfingu í kringum áfengislausa drykki sem byggja á náttúrulegum hráefnum, heiðarleika og upplifun. Barinn hennar Mostly Harmless var valinn einn af 50 bestu kokteilbörum í heiminum.
Ezra lagði áherslu á að áfengislausir drykkir eigi ekki að vera „mocktails“ heldur fullgildir kokteilar með eigin sögu, áferð og dýpt. Hún hvatti barþjóna og veitingamenn til að líta á 0% drykki sem skapandi og virðingarverða valkosti, sem endurspegla gæði og fagmennsku staðarins.
„Áfengislaus drykkjamenning er ekki afleiðing, heldur meðvituð ákvörðun um gæði, upplifun og sjálfbærni,“
sagði Ezra Star á ráðstefnunni.
Laurie Howells að normalísera 0% upplifunina
Í framhaldi af erindi Ezra tók Laurie Howells, barþjónn og stofnandi Archive & Myth í London, við keflinu með erindi um hvernig 0% drykkir geta orðið hluti af daglegu lífi gesta, ekki undantekning heldur sjálfsögð upplifun.
Laurie hvatti starfsfólk veitingastaða við fyrsta „touch point“ til að bjóða gestum drykk með eða án áfengis.
Með því að bjóða strax tvo valkosti, með eða án áfengis, er tekið af tabú og öllum gert auðveldara að velja það sem hentar hverju sinni.
„Þetta snýst ekki bara um heilsu, heldur um virðingu, upplifun og viðskiptalega skynsemi,“
sagði Laurie.
Í tengdri vinnustofu var lögð áhersla á að tími „mocktails“ sé liðinn. Nú sé kominn tími til að tala einfaldlega um áfengislausa kokteila og að gæði og framsetning ráði úrslitum um ímynd og virðingu.
Ódýrir og óspennandi drykkir draga niður upplifun gesta, en vandaðir 0% drykkir geta lyft allri stemmningu og aukið heildarsölu.
Sólrún segir ferðina til Berlínar hafa staðfest það sem Nathan & Olsen hefur séð í þróun sinni: að áfengislaus drykkjamenning er ekki tískubóla, heldur hluti af alþjóðlegri breytingu sem hefur átt sér stað undanfarin ár og heldur áfram að stækka, í átt að gæðum, meðvitund og virðingu.
„Þessi nýi heimur 0% drykkja snýst um að lyfta upplifun allra gesta og fá sem mest út hverjum þeirra, óháð drykkjarvali, gestum og þjónustuveitanda til heilla“
segir Sólrún.
„Við hjá Nathan & Olsen viljum hjálpa íslenskum veitingastöðum að hækka standardinn með betra úrvali, meiri þekkingu og nýrri hugsun þegar kemur að áfengislausum drykkjum.“
Bar Convent Berlin 2025 sýndi að framtíðin í drykkjamenningu snýst ekki um það að útiloka, heldur um að bjóða fleiri inn.
Áfengislausir drykkir eru orðnir hluti af gestrisni, þar sem val, virðing og upplifun fara saman, og það er tími til kominn að íslenski veitingageirinn lyfti glasinu og hækki viðmiðið.
Myndir: barconvent.com
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn5 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini










