Vertu memm

Uncategorized

Gyllta glasið 2009

Birting:

þann

Síðan 2005 hafa Vínþjónasamtök Íslands veitt Gyllta glasið árlega.  Keppnin fer þannig fram að birgjar senda inn bæði rauðvín og hvítvín til keppni í fyrirfram ákveðnum flokki, sem eru breytilegir frá ári til árs. Vínin eru síðan smökkuð blint og þeim gefin einkunn af dómnefnd, sem í sitja vínþjónar og bestu smakkarar landsins.

Árið 2009 verður lengi í minnum haft sem árið þegar verð á léttvíni hækkaði um 50% að meðaltali. Árið sem kaupmáttur í vínflösku rýrnaði verulega. Hinn almennni neytandi á oft erfitt með að átta sig á hvað það er sem leynist á bakvið verðmiðann í vínbúðunum og var, í ljósi þessa ákveðið að hafa flokkinn breiðan í ár. Reglan var einföld. Öll vín sem kosta 1990 kr eða minna í vínbúðunum höfðu keppnisrétt, burt séð frá því hvaðan í heiminum þau eiga uppruna sinn.

Viðbrögðin voru góð og skiluðu sér 95 vín til keppni frá birgjum og því ljóst að dómnefndin hefði nóg að gera. Eftir markvisst smakk og örugga dómgæslu og í ljósi þess hversu mörg vín skiluðu sér til keppni var ákveðið að veita 15 vínum Gyllta glasið í ár. 10 rauðum og 5 hvítum.

Hér fyrir neðan er listi (í stafrófsröð) yfir þau vín sem hlutu Gyllta glasið í ár. Þessi vín verða merkt með miða frá Vínþjónasamtökum Íslands sem á stendur Gyllta glasið og gilda verðlaunin fyrir þann árgang sem skilað var til keppni.

Rauðvínin

Campo Viejo Crianza 2006
Cune Crianza 2006
Coto Vintage 2005
Delicato Merlot 2007
Faustino Vii 2007
Fortius Tempranillo 2006
Montes Cabernet Sauvignon Carmenere 2008
Tommasi Romeo 2008
Trio Merlot 2007
Trivento Cabernet Sauvignon Reserva 2007

Hvítvínin

Fleur du Cap Chardonnay 2008
Montes Chardonnay 2008
Perelada Roc 2008
Terra Antiga 2008
Villa Antinori 2008

Vínþjónasamtökin vonast með þessu að geta rétt hinum almenna neytanda hjálparhönd við að velja sér vín í þessum verðflokki. Vínjónasamtökin hafa alltaf sett gæði í forgang.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið