Uncategorized
Gyllta glasið 2009

Síðan 2005 hafa Vínþjónasamtök Íslands veitt Gyllta glasið árlega. Keppnin fer þannig fram að birgjar senda inn bæði rauðvín og hvítvín til keppni í fyrirfram ákveðnum flokki, sem eru breytilegir frá ári til árs. Vínin eru síðan smökkuð blint og þeim gefin einkunn af dómnefnd, sem í sitja vínþjónar og bestu smakkarar landsins.
Árið 2009 verður lengi í minnum haft sem árið þegar verð á léttvíni hækkaði um 50% að meðaltali. Árið sem kaupmáttur í vínflösku rýrnaði verulega. Hinn almennni neytandi á oft erfitt með að átta sig á hvað það er sem leynist á bakvið verðmiðann í vínbúðunum og var, í ljósi þessa ákveðið að hafa flokkinn breiðan í ár. Reglan var einföld. Öll vín sem kosta 1990 kr eða minna í vínbúðunum höfðu keppnisrétt, burt séð frá því hvaðan í heiminum þau eiga uppruna sinn.
Viðbrögðin voru góð og skiluðu sér 95 vín til keppni frá birgjum og því ljóst að dómnefndin hefði nóg að gera. Eftir markvisst smakk og örugga dómgæslu og í ljósi þess hversu mörg vín skiluðu sér til keppni var ákveðið að veita 15 vínum Gyllta glasið í ár. 10 rauðum og 5 hvítum.
Hér fyrir neðan er listi (í stafrófsröð) yfir þau vín sem hlutu Gyllta glasið í ár. Þessi vín verða merkt með miða frá Vínþjónasamtökum Íslands sem á stendur Gyllta glasið og gilda verðlaunin fyrir þann árgang sem skilað var til keppni.
Rauðvínin
Campo Viejo Crianza 2006
Cune Crianza 2006
Coto Vintage 2005
Delicato Merlot 2007
Faustino Vii 2007
Fortius Tempranillo 2006
Montes Cabernet Sauvignon Carmenere 2008
Tommasi Romeo 2008
Trio Merlot 2007
Trivento Cabernet Sauvignon Reserva 2007
Hvítvínin
Fleur du Cap Chardonnay 2008
Montes Chardonnay 2008
Perelada Roc 2008
Terra Antiga 2008
Villa Antinori 2008
Vínþjónasamtökin vonast með þessu að geta rétt hinum almenna neytanda hjálparhönd við að velja sér vín í þessum verðflokki. Vínjónasamtökin hafa alltaf sett gæði í forgang.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn7 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya





