Freisting
Gunnar Karl til Svíþjóðar að kynna nýnorræna matreiðslu
Gunnar Karl Gíslason landsliðsmatreiðslumaður og eigandi Dill Restaurant í Norænahúsinu fór í morgun til Svíþjóðar, en þar mun hann fara í „Kulturhuset“ í Stokkhólmi ásamt matreiðslumönnum frá öllum Norðulöndunum að kynna nýnorræna matreiðslu.
Hver og einn matreiðslumaður frá Norðurlöndunum mun vera með sýnikennslu og kynningu á þjóðlegum réttum frá sínu heimalandi og að auki setja þá í nútímalegan búning.
Gunnar Karl valdi reykta ýsu frá Grimsa kokki í Vestmannaeyjum sem aðalhráefni, en Gunnar þekkir hráefnið mjög vel enda búinn að vera með vöruna á matseðli og þá fyrst þegar hann var yfirmatreiðslumaður Vox á Hilton og eins á Dill Restaurant.
Grímur kokkur er vonum glaður yfir því að Gunnar Karl valdi reyktu ýsuna, en Grímur sagði í samtali við freisting.is að þetta væri besta viðurkenning sem fyrirtækið gat fengið þegar landsliðsmenn í matreiðslu eru hrifnir af vörunni okkar og vilja kynna hana fyrir öðrum matreiðslumönnum og almenningi.
Haft var samband við Dill Restaurant vegna þessara uppákomu en verið er að kynna nýnorræna matreiðslu og að sjálfsögðu varð Gunnar Karl fyrir valinu enda einn af okkar fremstu íslensku matreiðslumönnum þegar kemur að nýnorrænni matreiðslu.
Reykta ýsan frá Grímsa kokk ( www.grimurkokkur.is )
Mynd af Gunnari Karli: Guðjón
Mynd af Reyktu ýsunni, Grímur kokkur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni17 klukkustundir síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu