Vertu memm

Freisting

Gunnar Karl til Svíþjóðar að kynna nýnorræna matreiðslu

Birting:

þann

Gunnar Karl Gíslason landsliðsmatreiðslumaður og eigandi Dill Restaurant í Norænahúsinu fór í morgun til Svíþjóðar, en þar mun hann fara í „Kulturhuset“ í Stokkhólmi ásamt matreiðslumönnum frá öllum Norðulöndunum að kynna nýnorræna matreiðslu.

Hver og einn matreiðslumaður frá Norðurlöndunum mun vera með sýnikennslu og kynningu á þjóðlegum réttum frá sínu heimalandi og að auki setja þá í nútímalegan búning.

Gunnar Karl valdi reykta ýsu frá Grimsa kokki í Vestmannaeyjum sem aðalhráefni, en Gunnar þekkir hráefnið mjög vel enda búinn að vera með vöruna á matseðli og þá fyrst þegar hann var yfirmatreiðslumaður Vox á Hilton og eins á Dill Restaurant.

Grímur kokkur er vonum glaður yfir því að Gunnar Karl valdi reyktu ýsuna, en Grímur sagði í samtali við freisting.is að þetta væri besta viðurkenning sem fyrirtækið gat fengið þegar landsliðsmenn í matreiðslu eru hrifnir af vörunni okkar og vilja kynna hana fyrir öðrum matreiðslumönnum og almenningi.

Haft var samband við Dill Restaurant vegna þessara uppákomu en verið er að kynna nýnorræna matreiðslu og að sjálfsögðu varð Gunnar Karl fyrir valinu enda einn af okkar fremstu íslensku matreiðslumönnum þegar kemur að nýnorrænni matreiðslu.


Reykta ýsan frá Grímsa kokk ( www.grimurkokkur.is )

/Smári

Mynd af Gunnari Karli: Guðjón

Mynd af Reyktu ýsunni, Grímur kokkur

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið