Freisting
Gunnar Karl til Svíþjóðar að kynna nýnorræna matreiðslu

Gunnar Karl Gíslason landsliðsmatreiðslumaður og eigandi Dill Restaurant í Norænahúsinu fór í morgun til Svíþjóðar, en þar mun hann fara í „Kulturhuset“ í Stokkhólmi ásamt matreiðslumönnum frá öllum Norðulöndunum að kynna nýnorræna matreiðslu.
Hver og einn matreiðslumaður frá Norðurlöndunum mun vera með sýnikennslu og kynningu á þjóðlegum réttum frá sínu heimalandi og að auki setja þá í nútímalegan búning.
Gunnar Karl valdi reykta ýsu frá Grimsa kokki í Vestmannaeyjum sem aðalhráefni, en Gunnar þekkir hráefnið mjög vel enda búinn að vera með vöruna á matseðli og þá fyrst þegar hann var yfirmatreiðslumaður Vox á Hilton og eins á Dill Restaurant.
Grímur kokkur er vonum glaður yfir því að Gunnar Karl valdi reyktu ýsuna, en Grímur sagði í samtali við freisting.is að þetta væri besta viðurkenning sem fyrirtækið gat fengið þegar landsliðsmenn í matreiðslu eru hrifnir af vörunni okkar og vilja kynna hana fyrir öðrum matreiðslumönnum og almenningi.
Haft var samband við Dill Restaurant vegna þessara uppákomu en verið er að kynna nýnorræna matreiðslu og að sjálfsögðu varð Gunnar Karl fyrir valinu enda einn af okkar fremstu íslensku matreiðslumönnum þegar kemur að nýnorrænni matreiðslu.

Reykta ýsan frá Grímsa kokk ( www.grimurkokkur.is )
Mynd af Gunnari Karli: Guðjón
Mynd af Reyktu ýsunni, Grímur kokkur
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni7 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar7 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra





