Freisting
Gunnar Karl til Svíþjóðar að kynna nýnorræna matreiðslu

Gunnar Karl Gíslason landsliðsmatreiðslumaður og eigandi Dill Restaurant í Norænahúsinu fór í morgun til Svíþjóðar, en þar mun hann fara í „Kulturhuset“ í Stokkhólmi ásamt matreiðslumönnum frá öllum Norðulöndunum að kynna nýnorræna matreiðslu.
Hver og einn matreiðslumaður frá Norðurlöndunum mun vera með sýnikennslu og kynningu á þjóðlegum réttum frá sínu heimalandi og að auki setja þá í nútímalegan búning.
Gunnar Karl valdi reykta ýsu frá Grimsa kokki í Vestmannaeyjum sem aðalhráefni, en Gunnar þekkir hráefnið mjög vel enda búinn að vera með vöruna á matseðli og þá fyrst þegar hann var yfirmatreiðslumaður Vox á Hilton og eins á Dill Restaurant.
Grímur kokkur er vonum glaður yfir því að Gunnar Karl valdi reyktu ýsuna, en Grímur sagði í samtali við freisting.is að þetta væri besta viðurkenning sem fyrirtækið gat fengið þegar landsliðsmenn í matreiðslu eru hrifnir af vörunni okkar og vilja kynna hana fyrir öðrum matreiðslumönnum og almenningi.
Haft var samband við Dill Restaurant vegna þessara uppákomu en verið er að kynna nýnorræna matreiðslu og að sjálfsögðu varð Gunnar Karl fyrir valinu enda einn af okkar fremstu íslensku matreiðslumönnum þegar kemur að nýnorrænni matreiðslu.

Reykta ýsan frá Grímsa kokk ( www.grimurkokkur.is )
Mynd af Gunnari Karli: Guðjón
Mynd af Reyktu ýsunni, Grímur kokkur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu





