Frétt
Grunur um salmonellu í grísahakki frá Stjörnugrís ehf
Matvælastofnun varar við neyslu á grísahakki vegna gruns um salmonellu. Fyrirtækið Stjörnugrís ehf. hefur, í samráði við Matvælastofnun, innkallað af markaði eina framleiðslulotu af grísahakki úr Krónunni. Varan er ekki lengur í sölu.
Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:
- Vöruheiti: Ferskt Grísahakk
- Vörumerki: Krónan
- Best fyrir: 03.07.2019
- Geymsluskilyrði: Kælivara (0-4°C)
- Dreifing: Krónan Bíldshöfða, Krónan Jafnaseli, Krónan Lindum, Krónan Reyðarfirði, Krónan Vallakór og Krónan Þorlákshöfn.
- Framleiðandi: Stjörnugrís
Neytendur sem hafa ennþá undir höndum grísahakk frá Krónunni með þessari “Best fyrir” dagsetningu eru beðnir um að skila því í viðkomandi verslun eða beint til Stjörnugríss, Kjalarnesi.

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn