KM
Grunnhráefni ofl. í úrslitum um titilinn Matreiðslumann ársins 2009

Frá keppninni Matreiðslumann ársins 2008
Það er sannkölluð sælkerahelgi 8. – 10. maí næstkomandi helgi, þar sem fjölmargar keppnir verða í boði, t.a.m Vínþjónn Ársins 2009, Matreiðslumaður ársins 2009, Matreiðslumaður Norðurlanda 2009 og Íslenskt eldhús 2009.
Eftirfarandi er grunnhráefni ofl. upplýsingar fyrir keppnina Matreiðslumann ársins 2009:
Matreiðslumaður Ársins 2009
Úrslit
Keppendur eru
Daníel Ingi Jóhannsson Orkuveita Reykjavíkur
Jóhannes Steinn Jóhannesson Vox
Rúnar Þór Larsen Bryggargatan
Viktor Örn Andrésson Domo
Þórarinn Eggertsson Orange
Keppendur hafa 5 klukkutíma til undirbúnings og verða ræstir með 10 mínútna millibili
|
Keppandi |
byrjar |
Forréttur |
Aðalréttur |
Eftirréttur |
|
1 |
11:00 |
16:00 |
16:50 |
17:40 |
|
2 |
11:10 |
16:10 |
17:00 |
17:50 |
|
3 |
11:20 |
16:20 |
17:10 |
18:00 |
|
4 |
11:30 |
16:30 |
17:20 |
18:10 |
|
5 |
11:40 |
16:40 |
17:30 |
18:20 |
Hráefni og uppsetning:
Eldað er þriggja rétta matseðil fyrir 10 manns sem saman stendur að eftirfarandi grunnhráefnum
Forréttur
Hlýri í heilu 3-4 kg 2 st. Að lágmarki 80% af próteini réttarins
Aðalréttur
Hrossalund 1,7 kg 1 st.
Nautaflatsteik 1,5 kg 1 st.
Nota á bæði hrossalund og nautaflatsteik að lágmarki 80% af próteini réttarins
Eftirréttur
Perur
Ananas
Drekaávöxtur
Skylt er að nota 2 af þessum ávöxtum ásamt sítrónu tímiani
Dæmt er eftir NKF reglum.
Vægi dóma:
Forvinnsla og hreinlæti max 20 stig
Fagleg vinnubrögð max 20 stig
Samsetning og framsetning max 20 stig
Bragð max 40 stig
Áhöld og tæki
Eldhúsin verða án smá áhalda svo keppendur þurfa að koma með öll áhöld með sér.
Í eldhúsum eru Rational ofnar, fjara hellu rafmagnseldavél og kælir.
Diskar:
Frá Figgjo Norway
Model Grad
Plate 30 cm 2705HH
Plate semi deep 32 cm 2711HH
Plate wide rim 27 cm 2703HH
Model Ellipse
Plate oval 24 x 34 cm 1515HH
Aðstoðarmenn:
Keppendum er heimilt að hafa aðstoðarmann 22 ára og yngri, en þó ekki
útskrifaðan matreiðslumann
Dómarar:
Dæmt verður með blind smakki og dómarar verða 5 sem allir hafa lokið Dómaranámskeiði NKF.
Auk tveggja eldhúsdómara
Fatnaður:
Keppendum er skylt að vera í einkennisklæðnaði sem er svartar buxur,hvítur kokkajakki, húfa og hvít svunta, allt vel til haft.
Uppskriftir:
Matseðli og uppskriftum skal skila inn á Íslensku og ensku í tölvutæku formi og 5 ómerktum eintökum, ásamt matseðli og kynningu til útstillingar.
Uppskriftir verða eign Klúbbs Matreislumeistara.
Nefnd um Matreiðslumann Ársins
Nánari upplýsingar um Matreiðslumann ársins er hægt að finna á sérvef hér:
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni5 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt2 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Markaðurinn1 dagur síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík





