Keppni
Grétar útbjó freyðandi kokteil á góðum tíma í heimsmeistaramótinu – Myndir
Keppandi Íslands Grétar Matthíasson steig á svið með fyrstu keppendum dagsins þegar hann hóf keppni í undankeppni heimsmeistaramótsins í kokteilagerð.
Hann hafði 15 mínútur til þess að útbúa og setja saman skreytinguna sem hann notaði á drykkinn sinn.
Næst á dagskrá var að stíga upp á stóra sviðið þar sem hann kynnti sjálfan sig og drykkinn sem hann ætlaði að keppa með.
Í kjölfar þess var komið að því að útbúa keppnisdrykkinn sjálfann, The Volvo. 5 drykki.
Til þess hafði hann 7 mínútur og gekk það vonum framar og kláraði Grétar vel innann þess tíma.
Sjá einnig: Grétar keppir á morgun á heimsmeistaramótinu
Í kvöld verður svo tilkynnt hvaða keppendur komast áfram í úrslit.
En þar keppa þeir keppendur sem voru efstir í sínum flokkum.
3 efstu úr flokkunum 5:
Sparkling (flokkur Íslands)
Before dinner
After dinner
Long drink
Oriental fusion
Í dag var þó þétt dagskrá hjá sendinefnd Íslands, forseti og varaforseti klúbbsins sinntu dómgæslu á meðan aðrir fylgdust með keppendum dagsins og enn aðrir fóru á köfunarnámskeið.
Við bíðum spennt eftir því að sjá hvort Grétar nái ekki að tryggja sig áfram í úrslitin.
Myndir: Ómar Vilhelmsson
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður