Keppni
Grétar útbjó freyðandi kokteil á góðum tíma í heimsmeistaramótinu – Myndir
Keppandi Íslands Grétar Matthíasson steig á svið með fyrstu keppendum dagsins þegar hann hóf keppni í undankeppni heimsmeistaramótsins í kokteilagerð.
Hann hafði 15 mínútur til þess að útbúa og setja saman skreytinguna sem hann notaði á drykkinn sinn.
Næst á dagskrá var að stíga upp á stóra sviðið þar sem hann kynnti sjálfan sig og drykkinn sem hann ætlaði að keppa með.
Í kjölfar þess var komið að því að útbúa keppnisdrykkinn sjálfann, The Volvo. 5 drykki.
Til þess hafði hann 7 mínútur og gekk það vonum framar og kláraði Grétar vel innann þess tíma.
Sjá einnig: Grétar keppir á morgun á heimsmeistaramótinu
Í kvöld verður svo tilkynnt hvaða keppendur komast áfram í úrslit.
En þar keppa þeir keppendur sem voru efstir í sínum flokkum.
3 efstu úr flokkunum 5:
Sparkling (flokkur Íslands)
Before dinner
After dinner
Long drink
Oriental fusion

Forsetar hvers lands færðu gestgjöfunum gjafir við hátíðlega athöfn á „Welcome dinner“ mótsins. Hér eru þau Teitur Riddermann Schiöth forseti barþjónaklúbbsins og Elna María Tómasdóttir varaforseti með gjöf Íslands sem er Doppulína frá Listasmiðjunni á Sólheimum eftir þau Erlu Bjarkar Sigmundsdóttur og Kristjáns Atla Sævarssonar.
Í dag var þó þétt dagskrá hjá sendinefnd Íslands, forseti og varaforseti klúbbsins sinntu dómgæslu á meðan aðrir fylgdust með keppendum dagsins og enn aðrir fóru á köfunarnámskeið.
Við bíðum spennt eftir því að sjá hvort Grétar nái ekki að tryggja sig áfram í úrslitin.
Myndir: Ómar Vilhelmsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn5 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays












