Keppni
Grétar útbjó freyðandi kokteil á góðum tíma í heimsmeistaramótinu – Myndir
Keppandi Íslands Grétar Matthíasson steig á svið með fyrstu keppendum dagsins þegar hann hóf keppni í undankeppni heimsmeistaramótsins í kokteilagerð.
Hann hafði 15 mínútur til þess að útbúa og setja saman skreytinguna sem hann notaði á drykkinn sinn.
Næst á dagskrá var að stíga upp á stóra sviðið þar sem hann kynnti sjálfan sig og drykkinn sem hann ætlaði að keppa með.
Í kjölfar þess var komið að því að útbúa keppnisdrykkinn sjálfann, The Volvo. 5 drykki.
Til þess hafði hann 7 mínútur og gekk það vonum framar og kláraði Grétar vel innann þess tíma.
Sjá einnig: Grétar keppir á morgun á heimsmeistaramótinu
Í kvöld verður svo tilkynnt hvaða keppendur komast áfram í úrslit.
En þar keppa þeir keppendur sem voru efstir í sínum flokkum.
3 efstu úr flokkunum 5:
Sparkling (flokkur Íslands)
Before dinner
After dinner
Long drink
Oriental fusion
Í dag var þó þétt dagskrá hjá sendinefnd Íslands, forseti og varaforseti klúbbsins sinntu dómgæslu á meðan aðrir fylgdust með keppendum dagsins og enn aðrir fóru á köfunarnámskeið.
Við bíðum spennt eftir því að sjá hvort Grétar nái ekki að tryggja sig áfram í úrslitin.
Myndir: Ómar Vilhelmsson
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lifandi fréttavakt: sýningin Stóreldhúsið 2024
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Undirbúningur fyrir STÓRELDHÚSIÐ 2024 er hafinn
-
Keppni1 dagur síðan
Grétar keppir á morgun á heimsmeistaramótinu – Sendinefnd Íslands er mætt á Madeira
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Alvotech kokkarnir buðu upp á hrollvekjandi kræsingar – Uppskrift: Rauð flauelskaka með rjómaostakremi
-
Keppni1 dagur síðan
Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024
-
Keppni2 dagar síðan
Þessi keppa í Puratos-kökukeppninni á Stóreldhússýningunni á morgun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Sjáumst á Stóreldhúsasýningunni
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir