Keppni
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
Alþjóðlegt kokteilamót á vegum barþjónaklúbbs Kýpur var haldin nú á dögunum í stærsta spilavíti í Evrópu „City of dreams“ í borginni Limossol.
Keppnin fór fram frá fimmtudegi með móttöku og fyrirlestrum og voru keppendur upplýstir um keppnina sem fram fór föstudag og laugardag og laugardagskvöldið var hátíðarkvöldverður og verðlaunaafhending.
Á meðal keppenda var margfaldi Íslandsmeistari í kokteilagerð Grétar Matthíasson. Einungis þeir keppendur sem taka þátt hafa náð góðum árangri í öðrum keppnum, en Grétar Matthíasson keppti nýlega í heimsmeistaramóti í kokteilagerð í Portúgal, þar sem hann hreppti 5. sætið í klassískum kokteilum.
Alls voru 19 keppendur í keppninni um klassíska kokteila og þar sem ekkert fyrir fram ákveðið þema er í keppninni þá höfðu keppendur frjálst val um kokteila.
„Drykkurinn minn heitir Butterfly effect, en þar nota ég Loka vodka ásamt diamante tequila. Drykkurinn er long drink með suðrænum áhrifum með yuzu, lychee og kaffi lime.“
Sagði Grétar í samtali við veitingageirinn.is.
Í undanúrslitunum í klassískum kokteilum þurftu keppendur að útbúa 3 drykki og höfðu 5 mínútur til að gera þá. Grétar fékk hæsta stig fyrir drykkinn og tryggði sig þar af leiðandi í 4. manna úrslit.
Í úrslitunum sem haldin var á hátíðarkvöldverðinum hafði Grétar 30 mín til að selja drykkinn sinn til gesta og vann sá sem er með bestu söluna og náði Grétar að selja flestu drykkina og hreppti eins og við viljum kalla titilinn Meistari meistaranna .
Óskum Grétari til hamingju með þennan frábæra árangur.
Myndir: aðsendar
Smelltu hér til að skrá þig á ókeypis fréttabréf með fréttum, tilboðum, uppskriftum og meira.
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu







