Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Götumarkaðurinn og Just Wingin It opna fyrir „take away“ um helgina og næstu daga við Klapparstíg 28-30
Götumarkaðurinn – Klapparstíg 28-30 er nýr „pop up“ veitingastaður þar sem áhersla er lögð á nýja spennandi söluaðila til að prófa sig áfram með ný skemmtileg konsept.
Götumarkaðurinn var með mjúk opnun þar síðustu helgi við frábærar undirtektir og var fyrirhugað að opna fyrir gesti strax helgina eftir.
„Í ljósi aðstæðna þá var það sett á ís, en nú í vikunni þá ætlum við að framlengja okkar mjúk opnun og verður því opið í „take away“ hjá Just Wingin It – Vængjavagninum.“
að því er fram kemur í tilkynningu.
Hægt verður að panta fyrirfam í gegnum netið. Þess má geta að Just Wingin It sigruðu í keppninni um besta Götubitan 2020 í flokknum „Besti smábitinn 2020“ og var dómnefnd sammála um að þetta væru bestu kjúklingavængir á landinu.
Þegar samkomutakmörkunum léttir þá verða 4 aðilar starfræktir á Götumarkaðinum. Þeir aðilar sem verða fyrst um sinn eru Just Wingin It – Vængjavagninn, Rvk Raclette, Mónópól bar og svo verða hinir ýmsu aðilar í kjallara húsnæðisins, og verður sú dagskrá auglýst nánar síðar en það eru gríðarlega spennandi ný konsept eins og, Borðhaldið, Sono matseljur sem einblína á grænkerafæði. Silli Kokkur mun svo vera með nokkurskonar yfirtöku á öllum staðnum með villibráða veislu í Nóvember.
Einnig eru aðstandendur Götumarkaðarins með til skoðunar að breyta húsnæðinu í takmarkaðan tíma í lítið „China Town“ eins og við þekkjum erlendis frá og þá verða 4 mismunandi asískir veitingastaðir sem verða með yfirtöku á húsnæðinu.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt4 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun2 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF