Frétt
Gott tækifæri
Núna í vikunni var auglýst í Fréttablaðinu eftir ábyrgum veitingamanni á spennandi stað í hjarta Hafnarfjarðar eða nánar tiltekið í verslunarmiðstöðinni Firði.
Þessi auglýsing vakti að sjálfsögðu smá forvitni hjá undirrituðum enda hef ég stundum gælt við drauminn um að verða eigin herra og ekki á hverjum degi sem maður fær svona tækifæri upp í hendurnar.
Ég ákvað að láta ekki kyrrt liggja og sló á þráðinn og ræddi við Guðmund Bjarna Harðarson framkvæmdastjóra Fjarðar. Guðmundur Bjarni sagði að það væri rétt að þeir væru að leita eftir ábyggilegum og traustum veitingamanni sem treystir sér til að takast á við það verkefni að opna og reka veitingastað á einum besta stað í Hafnafirði.
Góð staðsetning
„Um er að ræða 260 fermetra rými á annarri hæð verslunarkjarnans en þar hefur verið veitingarekstur frá upphafi. Reksturinn hefur yfirleitt gengið vel en að sjálfsögðu er hér eins og á öðrum stöðum að menn koma og fara. Síðasti rekstaraðili var byrjaður á ýmsum áhugaverðum framkvæmdum en þurfti því miður frá að hverfa frá af ófyrirsjáanlegum ástæðum.
Rýmið er tilbúið að mestu og töluvert af tækjum munu fylgja með, en það þarf að ljúka við sitt lítið af hverju sem ekki verður gert nema í samráði við væntanlegan leigjanda“
sagði Guðmundur og bætir við;
„En þetta er góð staðsetning og með frábæru sjávarútsýni“.
Hann sagði að Fjörður hefði tekið miklum breytingum undanfarið ár og núna væru öll pláss í húsinu leigð út og rekstur þeirra gengi ljómandi vel.
Við hvetjum áhugasama til að slá á þráðinn í síma 615 0009 eða senda póst til Guðmundar í [email protected] til að fá nánari upplýsingar.
Góðar stundir.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays

















