Freisting
Góður matur með stæl
Jónas Kristjánsson bloggar á vef sínum jonas.is um veitingastaðinn Fiskfélagið sem nýverið var opnaður í kjallara Zimsen-pakkhússins frá 1884, sem flutt var í Grófina.
Þetta hefur Jónas að segja um staðinn og endar með að blogga um val á milli góðra fiskréttahúsa:
Góður matur með stæl
Fiskfélagið er smart veitingahús í kjallara Zimsen-pakkhússins frá 1884, sem flutt var í Grófina. Matreiðslan er tízkuleg, en samt mjög fín. Saltfiskur með smokkfiski og spænskum chorizo-pylsum var frábær. Sítrónukrydduð skata með risarækjum og byggi var litlu síðri. Bragð hráefna kom vel í gegn, þrátt fyrir stæla, sem einkenna tízkumatreiðslu. Brauð var með þrenns konar góðri sultu, úr pipar, skyri og döðlum. Verð forrétta er um 2010 krónur, aðalrétta um 4490 krónur. Smakkseðlar dagsins kosta 7.900 krónur. Þríréttað kostar um 7680 krónur að kvöldi, í hádegi 3290 krónur. Fín viðbót við veitingaflóruna.
Ofhönnun veitingahúss
Eini gallinn við Fiskfélagið í Grófinni er ofhönnun staðarins. Hún gengur of langt í stælum. Aðalsalurinn er svo svartur og gluggalaus, að þú sérð varla yfir borðið. Það getur varla talizt rómó og er þá til hvers?. Litli salurinn er skárri, þar eru gluggar. Innréttingar eru svartar, veggir, borð og góðir stólar. Gólfið er samt blessunarlega grátt. Skreytingar eru smart, til dæmis kertastjaka-bekkurinn andspænis innganginum. Fiskfélagið er miðlægt á horni Grófarinnar og Vesturgötu. Ég bjóst ekki við góðum mat á svona ofhönnuðum stað. Eldamennskan var dálítið tízkuskotin, en kom mér ánægjulega á óvart.
Valið milli góðra fiskréttahúsa
Sjávarréttastaðir hafa magnazt í Reykjavík síðustu misserin. Nýjast er Fiskfélagið í Grófinni. Gömlu staðirnir eru Þrír frakkar við Baldursgötu og Humarhúsið við Lækjargötu, en nýlegur er Fiskmarkaðurinn í Aðalstræti. Þetta eru fjórir frábærir staðir. Ungir og ódýrari eru Sjávarbarinn á Grandagarði, Fish & Chips við Tryggvagötu og Sægreifinn við Geirsgötu. Sjávarkjallarinn við Vesturgötu hefur daprazt vegna óhóflegra vinsælda. Sem aldrei fyrr er hægt að láta sér dveljast við að velja milli frambærilegra fiskréttastaða í höfuðborginni. Hafi ég bara eitt val, er það Humarhúsið, sem eldar án stæla.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Frétt4 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?