Viðtöl, örfréttir & frumraun
Glæsileg handgerð páskaegg frá Hafliða Ragnarssyni – Myndir
Nú eru handgerðu páskaeggin hans Hafliða Ragnarssyni komin í sölu og eru fáanleg í Mosfellsbakaríi í Mosó og á Háaleitisbraut.
Í ár verða eggin unnin úr fjórum gerðum af gæðasúkkulaði, sem er:
60% dökkt súkkulaði
32% Dulcey blond súkkulaði, flauelismjúkt með karamellukeim.
38% Gæða mjólkursúkkulaði.
30% hvítt gæða súkkulaði.
Stærðir af páskaeggjum eru:
70 gr páskaegg
sem innihalda súkkulaðihúðaðan lakkrís og örljóð. Verð 2.150,- kr
180 gr páskaegg
sem innihalda konfektmola, súkkulaðihúðaðan lakkrís, súkkulaðihúðaðan appelsínubörk og örljóð. Verð 4.950- kr
300 gr páskaegg
sem innihalda konfekt, súkkulaðihúðaðan appelsínubörk og örljóð. Verð 8.500,- kr
500 gr páskaegg
sem innihalda konfekt, súkkulaðihúðaðan appelsínubörk og örljóð. Verð 11.900,- kr
Fyrir þá sem vilja sérpantanir eða óskir með sérstökum skilaboðum eða gjöfum inn í egginu, þá er hægt að hafa samband við Mosfellsbakarí.
Um Mosfellsbakarí
Mosfellsbakarí er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað 1982 af hjónunum Ragnari Hafliðasyni og Áslaugu Sveinbjörnsdóttir. Síðan þá hefur bakaríið vaxið og dafnað og í dag eru reknar tvær verslanir, í Háholti 13-15, í Mosfellsbæ og að Háaleitisbraut 58-60 í Reykjavík.
Sonur þeirra, Hafliði Ragnarsson, kom heim frá námi 1997 og tók við framleiðslustjórn og hóf að framleiða gourmet súkkulaði undir eigin nafni. Hafliði er bakarameistari og konditor að mennt. Hafliði er Ambassador Cacao Barry á Íslandi.
Myndir: facebook / Mosfellsbakarí
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel24 klukkustundir síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni1 dagur síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ristorante Pizza Margherita komin í vöruúrval Innnes
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Desemberuppbót árið 2024 – Uppbótin er kr. 106.000
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu