Freisting
Gjörspilltur matvælaiðnaður (Myndband)
Food Inc hefur farið sigurför um heiminn en í myndinni fær Kaninn það beint í andlitið hvernig því er stýrt hvað hann lætur ofan í sig og hversu ótrúlega spilltur matvælaiðnaðurinn er í hinum frjálsa heimi.
Food Inc. skiptist í þrjá hluta. Fyrst er farið yfir framleiðslu á kjöti, það er kjúklingi nautakjöti og svínakjöti. Þar fær fólk að sjá hvernig eitt fyrirtæki ræður meira og minna öllum markaðnum og hvernig það framleiðir miður góða vöru.
Í öðrum hluta er fjallað aðallega um ótrúlegan spillta korniðnað og á endanum er farið yfir lögin og allt í kringum það hvernig spilltir þingmenn á spena stórra matvælaframleiðanda geta hagrætt reglunum þannig þeir græði sem mest.
Í myndinni fá sjá ótrúlega hluti eins og mexíkóska fjölskyldu sem hefur ekki efni á því að borða heitar máltíðir og verður í staðinn að snæða alltaf á Burger King eða álíka stöðum vegna þess hversu ódýrara það er. Aftur á móti er það mun óhollara og skýrir það að stórum hluta hvers vegna offita er orðið svo stórt vandamál í Bandaríkjunum, meira að segja fólk sem á varla í sig á er orðið of feitt því þegar það borðar verður það að borða svo óhollan mat. Kornhluti myndarinnar er einnig ótrúlegur en þar má sjá hvernig spilltur þingmaður hagræðir lögunum þannig aðeins ein tegund af korni megi vera til, gróft á litið.
Myndin er ótrúleg sýn á matvælaiðnaðinn í Bandaríkjunum og hlutirnir sem sjást eru að mörgu leyti sláandi. Myndin er ekki of löng eins og heimildarmyndir vilja oft vera, öllu er komið snyrtilega til skila á níutíu mínútum. Hún er viss ádeila á þá stóru og er frekar höll undir litla manninn en miðað við það sem fram kemur í myndinni má nú ekki minna vera. Þetta er ein albesta heimildarmynd sem ég hef séð í langan tíma.
© Tómas Þór Þórðarson
Af vef dv.is
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt3 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu