Smári Valtýr Sæbjörnsson
Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 35% í janúar
Gistinætur á hótelum í janúar voru 161.400 sem er 35% aukning miðað við janúar 2014. Gistinætur erlendra gesta voru 87% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 41% frá sama tíma í fyrra. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði hins vegar um 3% að því er fram kemur á vef Hagstofunnar.
Flestar gistinætur á hótelum í janúar voru á höfuðborgarsvæðinu eða 127.500 sem er 31% aukning miðað við janúar 2014. Næstflestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 15.900. Erlendir gestir með flestar gistinætur í janúar voru; Bretar 59.700, Bandaríkjamenn með 25.500, og Þjóðverjar með 7.700 gistinætur.
59% nýting herbergja á hótelum í janúar 2015
Nýting herbergja í janúar var best á höfuðborgarsvæðinu eða um 83%. Á Suðurnesjum var herbergjanýting rúm 44%.
Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.
Smellið hér til að skoða þróunina síðustu ár.
Mynd: Sverrir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Spennandi tækifæri
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins