Smári Valtýr Sæbjörnsson
Girnilegt Snapchat hjá Írisi
Íris Björk Óskarsdóttir bakari er með Snapchat veitingageirans næstu tvo daga og hóf í morgun með girnilegum myndum og myndböndum af bollakökum, Oreo, Gunnies hnallþórum og margt fleira.
Íris starfar í kökusjoppunni Sautján sortum á Grandagarði í Reykjavík þar sem boðið er upp á gott kökuúrval úr alvöru hráefnum og má sjá Snapchat Írisar að það er greinilega mikill metnaður lagt í kökurnar, allt bakað frá grunni.
Íris Björk útskrifaðist í vor s.l. sem bakari og þrátt fyrir stuttan feril þá bar hún sigur úr býtum þegar Kaka ársins 2014 var valin. Hlaut 1. sæti í Nemakeppni Kornax 2013, 2. sætið í sömu keppni árið 2015 svo fátt eitt sé nefnt. Þegar Íris Björk brautskráðist úr bakaraiðn hlaut hún viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í iðnnámi. Þá hlaut hún einnig viðurkenningu úr Viðurkenningarsjóði MK og bókarverðlaun fyrir árangur í bakaraiðn, metnaðarfullur bakari hér á ferð.
Addið: veitingageirinn á Snapchat og fylgist með Írisi.
Myndir: skjáskot úr Snapchat
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa