Smári Valtýr Sæbjörnsson
Girnilegt Snapchat hjá Írisi
Íris Björk Óskarsdóttir bakari er með Snapchat veitingageirans næstu tvo daga og hóf í morgun með girnilegum myndum og myndböndum af bollakökum, Oreo, Gunnies hnallþórum og margt fleira.
Íris starfar í kökusjoppunni Sautján sortum á Grandagarði í Reykjavík þar sem boðið er upp á gott kökuúrval úr alvöru hráefnum og má sjá Snapchat Írisar að það er greinilega mikill metnaður lagt í kökurnar, allt bakað frá grunni.
Íris Björk útskrifaðist í vor s.l. sem bakari og þrátt fyrir stuttan feril þá bar hún sigur úr býtum þegar Kaka ársins 2014 var valin. Hlaut 1. sæti í Nemakeppni Kornax 2013, 2. sætið í sömu keppni árið 2015 svo fátt eitt sé nefnt. Þegar Íris Björk brautskráðist úr bakaraiðn hlaut hún viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í iðnnámi. Þá hlaut hún einnig viðurkenningu úr Viðurkenningarsjóði MK og bókarverðlaun fyrir árangur í bakaraiðn, metnaðarfullur bakari hér á ferð.
Addið: veitingageirinn á Snapchat og fylgist með Írisi.
Myndir: skjáskot úr Snapchat

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?