Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Gastro Truck nýtur vinsælda í einkaveislum
Matarbíllinn Gastro Truck er nýkomin á götuna þar sem „Crispy Spicy“ kjúklingaborgarar, þorskhnakki í sætkartöfluvefju með pikkluðum rauðrófuteningum og jógúrt remúlaði, hægeldaðar nautakinnar í brauði með hrásalati svo fátt eitt sé nefnt.
Það eru þau Linda Björg Björnsdóttir og Gylfi Bergmann Heimisson sem eru eigendur Gastro Truck. Matarbíllinn er ekki með fastan stað, en hann er vel tækjabúinn og er alhliða veisluþjónusta þar sem þau Linda og Gylfi mæta í veisluna, afmælið, útskriftina, starfsmannagleðina, hátíðir og töfra fram girnilega rétti.
Glæsilegur matarbíll og greinilega hefur verið lagt mikinn metnað í hönnun, bæði utan sem innan eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Til gamans má geta að Gylfi sá um smíðina á bílnum og Linda um matseðilinn, en matseld hefur verið hennar áhugamál og ástríða frá unga aldri.
Ef þú átt leið austur á Selfoss nú um helgina, þá er um að gera kíkja á Gastro Truck.
Myndir: facebook / The Gastro Truck
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta11 klukkustundir síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði