Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Gastro Truck nýtur vinsælda í einkaveislum
Matarbíllinn Gastro Truck er nýkomin á götuna þar sem „Crispy Spicy“ kjúklingaborgarar, þorskhnakki í sætkartöfluvefju með pikkluðum rauðrófuteningum og jógúrt remúlaði, hægeldaðar nautakinnar í brauði með hrásalati svo fátt eitt sé nefnt.
Það eru þau Linda Björg Björnsdóttir og Gylfi Bergmann Heimisson sem eru eigendur Gastro Truck. Matarbíllinn er ekki með fastan stað, en hann er vel tækjabúinn og er alhliða veisluþjónusta þar sem þau Linda og Gylfi mæta í veisluna, afmælið, útskriftina, starfsmannagleðina, hátíðir og töfra fram girnilega rétti.
Glæsilegur matarbíll og greinilega hefur verið lagt mikinn metnað í hönnun, bæði utan sem innan eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Til gamans má geta að Gylfi sá um smíðina á bílnum og Linda um matseðilinn, en matseld hefur verið hennar áhugamál og ástríða frá unga aldri.
Ef þú átt leið austur á Selfoss nú um helgina, þá er um að gera kíkja á Gastro Truck.
Myndir: facebook / The Gastro Truck
-
Bocuse d´Or7 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt4 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn2 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni3 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir22 klukkustundir síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu













