Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Gastro Truck nýtur vinsælda í einkaveislum
Matarbíllinn Gastro Truck er nýkomin á götuna þar sem „Crispy Spicy“ kjúklingaborgarar, þorskhnakki í sætkartöfluvefju með pikkluðum rauðrófuteningum og jógúrt remúlaði, hægeldaðar nautakinnar í brauði með hrásalati svo fátt eitt sé nefnt.
Það eru þau Linda Björg Björnsdóttir og Gylfi Bergmann Heimisson sem eru eigendur Gastro Truck. Matarbíllinn er ekki með fastan stað, en hann er vel tækjabúinn og er alhliða veisluþjónusta þar sem þau Linda og Gylfi mæta í veisluna, afmælið, útskriftina, starfsmannagleðina, hátíðir og töfra fram girnilega rétti.
Glæsilegur matarbíll og greinilega hefur verið lagt mikinn metnað í hönnun, bæði utan sem innan eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Til gamans má geta að Gylfi sá um smíðina á bílnum og Linda um matseðilinn, en matseld hefur verið hennar áhugamál og ástríða frá unga aldri.
Ef þú átt leið austur á Selfoss nú um helgina, þá er um að gera kíkja á Gastro Truck.
Myndir: facebook / The Gastro Truck
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt1 dagur síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar













