Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Gastro Truck nýtur vinsælda í einkaveislum

Birting:

þann

The Gastro Truck

Linda Björg Björnsdóttir og Gylfi Bergmann Heimisson eru eigendur matarbílsins The Gastro Truck

Matarbíllinn Gastro Truck er nýkomin á götuna þar sem „Crispy Spicy“ kjúklingaborgarar, þorskhnakki í sætkartöfluvefju með pikkluðum rauðrófuteningum og jógúrt remúlaði, hægeldaðar nautakinnar í brauði með hrásalati svo fátt eitt sé nefnt.

The Gastro Truck

Eins og sagt er í matreiðslunni; Allt unnið frá grunni

The Gastro Truck

Kassarnir fyrir gaskútuna aftan á matarbílnum

The Gastro Truck

Gastro Truck nýtur vinsælda í einkaveislum

Það eru þau Linda Björg Björnsdóttir og Gylfi Bergmann Heimisson sem eru eigendur Gastro Truck.  Matarbíllinn er ekki með fastan stað, en hann er vel tækjabúinn og er alhliða veisluþjónusta þar sem þau Linda og Gylfi mæta í veisluna, afmælið, útskriftina, starfsmannagleðina, hátíðir og töfra fram girnilega rétti.

The Gastro Truck

Þorskhnakki í sætkartöfluvefju með pikkluðum rauðrófuteningum og jógúrt remúlaði

The Gastro Truck

„Crispy spicy“ kjúklingaborgari með jalepeno sósu og stökku salati

Glæsilegur matarbíll og greinilega hefur verið lagt mikinn metnað í hönnun, bæði utan sem innan eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.  Til gamans má geta að Gylfi sá um smíðina á bílnum og Linda um matseðilinn, en matseld hefur verið hennar áhugamál og ástríða frá unga aldri.

The Gastro Truck

Draumur kokksins

Ef þú átt leið austur á Selfoss nú um helgina, þá er um að gera kíkja á Gastro Truck.

The Gastro Truck

Myndir: facebook / The Gastro Truck

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið