Vertu memm

Keppni

Garðar Kári Garðarsson er Kokkur ársins 2018

Birting:

þann

Garðar Kári Garðarsson

Garðar Kári Garðarsson

Nú rétt í þessu voru úrslitin kynnt í keppninni Kokkur ársins sem haldin var í Flóa í Hörpu í dag. Það var Garðar Kári Garðarsson sem hreppti titilinn Kokkur ársins 2018. Sigurjón Bragi Geirsson í öðru sæti og Þorsteinn Kristinsson í þriðja sæti.

Um keppnina

Fréttayfirlit frá keppninni Kokk ársins hér.

Forkeppnin

Faglærðir kokkar sendu inn uppskriftir af þremur smáréttum úr ýsu, grískinn & kjúklingaskinni og rófum.

Dómnefnd valdi 8 bestu uppskriftirnar og elduðu keppendur þær á Kolabrautinni í Hörpu mánudaginn 19. febrúar fyrir dómara og gesti.

Keppendur í undanúrslitum um titilinn Kokkur ársins 2018 voru:

 • Bjartur Elí Friðþjófsson, Grillmarkaðnum
 • Garðar Kári Garðarsson, Eleven Experience- Deplar Farm
 • Iðunn Sigurðardóttir, Matarkjallaranum
 • Ingólfur Norbert Piffl, Hilton Reykjavík Nordica
 • Kristinn Gissurarson, Hörpudiski
 • Sigurjón Bragi Geirsson, Garra
 • Vilhjálmur Guðmundsson, Grand Hótel Reykjavík
 • Þorsteinn Kristinsson, Fiskfélaginu

Úrslitakeppnin

Kokkur ársins 2018

F.v. Þorsteinn Geir Kristinsson, Garðar Kári Garðarsson og Sigurjón Bragi Geirsson

Samdægurs þ.e. mánudaginn 19. febrúar var tilkynnt hverjir fimm efstu keppendur keppa til úrslita laugardaginn 24. febrúar í Flóa í Hörpu:

 • Bjartur Elí Friðþjófsson, Grillmarkaðnum
 • Garðar Kári Garðarsson, Eleven Experience- Deplar Farm
 • Iðunn Sigurðardóttir, Matarkjallaranum
 • Sigurjón Bragi Geirsson, Garra
 • Þorsteinn Kristinsson, Fiskfélaginu

Í úrslitakeppninni elduðu keppendur 3ja rétta matseðil úr svokallaðir leyni körfu. Þ.e. keppendur fengu að vita degi fyrir keppni úr hvaða hráefni þeir áttu að elda og höfðu svo 5 klst til að undirbúa matinn.

Kokkur ársins 2018

Keppendur í úrslitum 2018.
F.v. Þorsteinn Geir Kristinsson Fiskfélaginu, Sigurjón Bragi Geirsson Garra, Iðunn Sigurðardóttir Matarkjallaranum, Bjartur Elí Friðþjófsson Grillmarkaðnum, Garðar Kári Garðarsson Deplar Farm.

Kokkur ársins 2018

F.v. Björn Bragi Bragason forseti Klúbbs Matreiðslumeistara, Harpa S. Óskarsdóttir aðstoðarmaður Garðars, Garðar Kári Garðarsson Kokkur ársins 2018, Dagur B Eggertsson borgarstjóri.

Verkefnið í úrslitakeppninni var að gera forrétt úr rauðsprettu, úthafsrækjum og sellerí. Aðalrétt úr nautalundum, nautakinnum og kálfabrisi og eftirrétturinn þurfti að innihalda mysuost, súrmjólk, sítrónu timían og salthnetur.

Dómarar - Kokkur ársins 2018

Dómarar
F.v. aftari röð: Friðgeir Eiríksson, Bjarki Hilmarsson, Þráinn Freyr Vigfússon, Hákon Már Örvarsson, Bjarni Siguróli Jakobsson, Sturla Birgisson, Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson og Bjarni Gunnar Kristinsson
Tveir fremstu eru Christopher William Davidsen og Viktor Örn Andrésson.
Mynd: facebook / Kokkur ársins

Dómarar í úrslitakeppninni:

 • Christopher William Davidsen – Yfirdómari
 • Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson
 • Bjarni Gunnar Kristinsson
 • Bjarni Siguróli Jakobsson
 • Hákon Már Örvarsson
 • Sigurður Helgason
 • Sturla Birgisson
 • Viktor Örn Andrésson
 • Þráinn Freyr Vigfússon
 • Bjarki Hilmarsson – Eldhúsdómari
 • Friðgeir Eiríksson – Eldhúsdómari

Christopher yfirdómari er margverðlaunaður í keppnismatreiðslu og hefur meðal annars unnið til silfurverðlauna í hinni þekktu Bocuse d‘Or keppni, hafði þetta um keppnina að segja:

“Það er greinilegt að keppendur koma vel undirbúnir til leiks og samkeppnin er hörð, ég verð að hrósa þessum ungu íslensku kokkum fyrir þeirra framlag og er sérstaklega hrifinn af Garðari Kára sem kom og heillaði dómnefndina með sínum flotta mat og faglegu vinnubrögðum. Ísland er hágæða matarland og íslenskir kokkar standa sig afar vel í alþjóðlegum samanburði svo sem í alþjóðlegum matreiðslukeppnum”.

Samhliða keppninni sáu Andri Freyr Viðarsson og Kokkalandsliðið um stemninguna þar sem Kokkalandsliðið lék við hvern sinn fingur og töfraði fram 4. rétta matseðil ásamt vel völdum drykkjum.

Matseðillinn hjá Kokkalandsliðinu var:

Fordrykkur

 • Crémant d´Alsace Rosé

Úrval smárétta:

 • Ýsa, grísakinn & kjúklingaskinn og rófur
  Vín: Las Moras Chardonnay Reserva
  Þorskhnakki, reykt þorskkinn, blómkál, seljurót, dill, „beurre blanc“ & silunga hrogn
  Vín: Las Moras Chardonnay Reserva

Aðalréttur:

 • Lambamjöðm með lauk-kartöflu, kartöflufroðu, sýrðum lauk, svartrót , grænertum, svörtum hvítlauk og lambagljáa
  Vín: El Padre Morende Adventure Cabernet Franc

Eftirréttur:

 • Súkkulaðimús með hindberjum og skyri, pralínkaka, hafrar og skyrís
  Vín: Paul Jaboulet Muscat de BdV Le Chant des Griolles

Með kaffinu Hardy Organic

Það var síðan klukkan 22:45 sem að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri krýndi Kokk ársins 2018 fyrir fullu húsi veislugesta.

Að lokinni verðlaunaafhendingu sáu Valdimar & félagar um að halda uppi fjörinu.

Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem hefur veg og vanda að keppninni eins og áður og byggir á sterkri sögu og hefð.

Hægt er horfa á upptöku af keppninni og úrslitunum í meðfylgjandi myndbandi:

 

Fréttayfirlit frá keppninni Kokk ársins hér.

Myndir: Sigurjón Ragnar

 

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið