Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Gandhi kom virkilega á óvart

Birting:

þann


Kokkarnir Sam Haridas og Rajesh Paul

Veitingastaðurinn Gandhi er staðsettur á jarðhæð hússins við Pósthússtræti 17, betur þekkt sem Skólabrú. Staðurinn er lítill, rómantískur og indversk stemmning í loftinu.

Þetta er fyrsti suður-indverski veitingastaðurinn hér á landi en matreiðslumenn staðarins þeir Sam Haridas og Rajesh Paul koma frá Kerala-héraði í suðvesturhluta Indlands og telst það vera eitt aðalkryddhérað landsins. Strandlengja Kerala er löng og um héraðið renna fjölmargar ár og fljót.

Fiskur og aðrir sjávarréttir eru því algengir í matargerð Kerala sem einkennist líka af mikilli og fjölbreyttri kryddnotkun. Matseðill Gandhi ber það með sér en með komu þeirra Sam og Rajesh til landsins mætist ferskt íslenskt hráefnið og kryddin sem þeir flytja sjálfir inn frá Indlandi og er útkoman hreint frábær. Leyndarmál þeirra Sam og Rajesh felst í fullkominni samsetningu krydda eða masala sem merkir einfaldlega kryddblanda sem gefa réttunum ólíkt bragð og ólíka áferð.

Indversk matargerð
Ef indversk matargerð á sér einn samnefnara þá er það kryddið og kryddnotkunin. Þó svo að margbreytileiki landsins sé það mikill að ekki er hægt að tala um eina indverska matargerðarhefð er óhætt að tala um indverska kryddhefð.

Við félagarnir afréðum að mars-fundur okkar yrði á Gandhi og eitt kvöld í enda mars vorum við mættir, vel var tekið á móti okkur og vísað til borðs, okkur fegnir matseðillinn til aflestrar en búið var að panta ferð um Indland að þeirra hætti og fljótlega hófst ferðin.

Réttirnir voru eftirfarandi:


Pappadoms með mangósalsa
Góð tilbreyting frá brauði, var ljúft á bragðið með sósunni


Djúpsteikt grænmeti í Pakora deigi
Bragðgott grænmetið og mangósalsað smellpassaði með



Steinbítur í kókossósu með tómötum engifer, hvítlauk og tamarind

Flottur réttur, vel eldaður fiskur, sósa mild og afar bragðgóð



Kjúklingur 65 þurr, djúpsteiktur og sterkkryddaður

Fyrsta bragð logaði en eyddist fljótt út, skemmtileg tilbreyting



Kjúklingur í hefðbundnum Kerala kryddum
Þrælgóður réttur og nautn að borða


Diskur lengst til vinstri
Lamb með lauk, hvítlauk, chilli, eldað samkvæmt gömlum og nýjum hefðum
Mjög bragðgóður réttur og í gegnum öll kryddin fann maður lambabragðið

Diskur efst til vinstri
Risarækjur í kóríander, mintu, lauk og kasjúhnetum
Prýðis réttur þar sem kóriander kom vel í gegn


Volgar gulrætur í kókósmjólk með ís og berjum
Toppurinn á tilverunni, setti stóran punkt yfir kvöldið, það sem kom mér í huga var gulrótarsandkaka vætt í kókósmjólk með ís sem var svalandi og með lágt sykurinnihald.

Með réttunum fylgdi með Basmati hrísgrjón, Raita, hvítlauks nanbrauð og ýmsar sósur og var sama á hverju var bragðað maður brosti bara út í eitt.

Þetta er klárlega besta indverska máltíðin sem ég hef smakkað á Íslandi og vorum við allir sammála um það, það héldu þrír glaðir viðskiptavinir út í grámyglulegan hversdagsleikann reynslunni ríkari.

Hafið bestu þökk fyrir.

Myndir: Sigurður Einarsson
Texti: Sverrir

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið