Frétt
Galli í dósum undir fiskbúðing
Matvælastofnun vekur athygli neytenda á innköllun á Ora fiskbúðingi vegna galla í dósum. Ora hefur innkallað framleiðslulotur með tveimur best fyrir dagsetningum, í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.
Innköllunin nær til eftirfarandi vöru:
- Vöruheiti: Ora Fiskbúðingur í 1/1 dós
- Strikamerki: 5690519000032
- Nettóþyngd: 855g
- Lotunúmer: L1C1561, L1C1562, L1C1563, L1C1071, L1C1072
- Best fyrir (BF): 17.04.2022 og 06.06.2022
- Framleiðandi: Ora ehf
Neytendum sem keypt hafa Ora fiskbúðing með þessum lotunúmerum er bent á neyta hans ekki. Neytendur geta skilað vörunni til ÍSAM, Tunguhálsi 11, 110 Reykjavík eða haft samband við gæðastjóra Ora í síma 522 2770 eða á netfangið [email protected].
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn7 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn4 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður






