KM
Galakvöld KM
Kvöldverðurinn hefst með móttöku gesta Kl: 18:00 Laugardaginn 10. janúar á Lava í Bláa Lóninu.
Biðjum við matreiðslumenn um að vera komnir í hús á undan gestum.
Þegar komið er inn á bílastæði við Lónið, þá fara menn vestan megin að (eða til hægri), þar er vörumóttaka og inngangur beint inn í eldhúsið hjá Aðalsteini.
Mjög mikilvægt er að menn komi í sínu fínasta pússi til þessa verks og beri orður KM samkvæmt venju.
Svartir skór, svartar buxur, hvít svunta og hvítur jakki.
Matreiðslumenn koma inn í sal og þurfa að vera sýnilegir gestum kvöldsins.
Þessu verki fylgir ábyrgð, en ég tel mjög mikilvægt að menn hafi gaman af og að sköpunargleði okkar matreiðslumanna fá að njóta sín.
Vín verður ekki um hönd í eldhúsinu og brýnt er að menn snúi bökum saman að framkvæmd hátíðarkvöldverðarins.
Framkoma okkar skal vera fagleg og til sóma, bæði við húsið og annað starfsfólk.
Eftir keyrslu og frágang geta menn glaðst og fengið sér söngvatn ef svo ber undir.
PS: Aðalsteinn útdeilir húfum á staðnum.
Kveðja f.h..Galanefndar
-
Frétt24 klukkustundir síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan