Vín, drykkir og keppni
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
Spennandi viðburður er á næsta leiti hjá klúbbmeðlimum Kampavínsfjelagsins sem haldinn verður í einkasalnum á veitingastaðnum Monkeys þar sem meðlimir skála saman og opna nokkrar alltof stórar flöskur.
Fyrir gesti og gangandi þá verður sérstakur kampavínsviðburður hjá Monkeys frá og með fimmtudeginum 16. janúar næstkomandi til og með sunnudeginum 2. febrúar þar sem á boðstólum verður 6 rétta matseðill sem er paraður með 4 sérvöldum kampavínum frá Kampavínsfjelaginu.
Hægt er að skrá sig í klúbbinn með því að smella hér.
Matseðillinn á Monkeys ásamt kampavíns pörun
Lystauki:
Túnfisk tartar með stökkum plantain bönunum Túnfisk tartar, rósapipar, rjómaostakrem, hunangspestó, plantain bananar
Laxa tiradito
Laxa sashimi, sesamponzu, eldpipar macha, sesamfræ, graslaukur
&
Tígrisrækjur tempura
Djúpsteiktar tígrisrækjur risarækjur, salsa verde, jalapenjódýfa
Philipponnat Royale réserve Non dosé – Nánari upplýsingar hér.
————-
Túnfisks ceviche
Túnfiskur, ástaraldin- og sítrusdressing, rauðlaukur, vorlaukur, vatnsmelóna, kasjúhnetur, granatepli
Charles Heidsieck Réserve rosé – Nánari upplýsingar hér.
————-
Þorskur í sætri miso
Léttsaltaður þorskhnakki í miso og mirin-marineringu, sítrónugrasfroða, kryddjurtaolía, svört sítróna
Philipponnat Blanc de noir 2018 – Nánari upplýsingar hér.
————–
Kolagrillað Kálfa Ribeye
Kolagrillað kálfa ribeye, kartöflukaka, seljurót, miso sætkartöflumauk, nautasoðgljái
Piper-Heidsieck Brut rosé – Nánari upplýsingar hér.
————–
Origami fuglinn Vanillumús með epla- og fáfnisgrassfyllingu, heslihnetupralínbotni og kókos gelato
Matseðill 14.990 á mann
Kampavínspörun 14.990 á mann
Borðabókanir á Dineout.is hér.
Mynd: facebook / Monkeys & Kokteilbarinn
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu






