Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fyrsti matarbílinn á Íslandi sem býður upp á eldbakaðar pizzur
Bökubíllinn verður fyrsti íslenski matarbíllinn (e. food truck) sem býður upp á eldbakaðar pizzur, beint úr bílnum. Í bílnum verður alvöru eldofn og fullkomin aðstaða til þess að tryggja gæði fyrst og fremst. Eigendur eru Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsfyrirliða í handbolta og Bökubræður þeir Valgeir og Guðmundur Gunnlaugssynir sem jafnframt eiga Íslensku Flatbökuna.
Bíllinn mun þjónusta úthverfi og svæði sem eiga langt að sækja í veitingastaði og aðra þjónustu. Einnig verður hægt að bóka bílinn í sérstaka atburði á borð við afmæli, brúðkaup, starfsmannaveislur, tónleika og aðra viðburði.
Um Íslensku Flatbökuna
Íslenska Flatbakan opnaði í febrúar 2015. Staðurinn er í eigu Guðjóns Vals, landsliðsfyrirliða í handbolta, og Bökubræðra, Valgeirs og Guðmunds. Staðurinn er þekktur fyrir nýstárlega pizzur og rétti og hafa réttir á borð við bernaise brauðstangir og eftirréttapizza með nutella slegið í gegn. Staðurinn er til hús í Bæjarlind 2, Kópavogi.
Vídeó
[fbvideo link=“https://www.facebook.com/bokubillinn/videos/445316829008532/“ width=“500″ height=“400″ onlyvideo=“0″]
Myndir: facebook / Bökubíllinn

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Markaðurinn3 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk
-
Frétt2 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni