Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fyrsti matarbílinn á Íslandi sem býður upp á eldbakaðar pizzur
Bökubíllinn verður fyrsti íslenski matarbíllinn (e. food truck) sem býður upp á eldbakaðar pizzur, beint úr bílnum. Í bílnum verður alvöru eldofn og fullkomin aðstaða til þess að tryggja gæði fyrst og fremst. Eigendur eru Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsfyrirliða í handbolta og Bökubræður þeir Valgeir og Guðmundur Gunnlaugssynir sem jafnframt eiga Íslensku Flatbökuna.
Bíllinn mun þjónusta úthverfi og svæði sem eiga langt að sækja í veitingastaði og aðra þjónustu. Einnig verður hægt að bóka bílinn í sérstaka atburði á borð við afmæli, brúðkaup, starfsmannaveislur, tónleika og aðra viðburði.
Um Íslensku Flatbökuna
Íslenska Flatbakan opnaði í febrúar 2015. Staðurinn er í eigu Guðjóns Vals, landsliðsfyrirliða í handbolta, og Bökubræðra, Valgeirs og Guðmunds. Staðurinn er þekktur fyrir nýstárlega pizzur og rétti og hafa réttir á borð við bernaise brauðstangir og eftirréttapizza með nutella slegið í gegn. Staðurinn er til hús í Bæjarlind 2, Kópavogi.
Vídeó
[fbvideo link=“https://www.facebook.com/bokubillinn/videos/445316829008532/“ width=“500″ height=“400″ onlyvideo=“0″]
Myndir: facebook / Bökubíllinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn







