Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fyrsti matarbílinn á Íslandi sem býður upp á eldbakaðar pizzur
Bökubíllinn verður fyrsti íslenski matarbíllinn (e. food truck) sem býður upp á eldbakaðar pizzur, beint úr bílnum. Í bílnum verður alvöru eldofn og fullkomin aðstaða til þess að tryggja gæði fyrst og fremst. Eigendur eru Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsfyrirliða í handbolta og Bökubræður þeir Valgeir og Guðmundur Gunnlaugssynir sem jafnframt eiga Íslensku Flatbökuna.
Bíllinn mun þjónusta úthverfi og svæði sem eiga langt að sækja í veitingastaði og aðra þjónustu. Einnig verður hægt að bóka bílinn í sérstaka atburði á borð við afmæli, brúðkaup, starfsmannaveislur, tónleika og aðra viðburði.
Um Íslensku Flatbökuna
Íslenska Flatbakan opnaði í febrúar 2015. Staðurinn er í eigu Guðjóns Vals, landsliðsfyrirliða í handbolta, og Bökubræðra, Valgeirs og Guðmunds. Staðurinn er þekktur fyrir nýstárlega pizzur og rétti og hafa réttir á borð við bernaise brauðstangir og eftirréttapizza með nutella slegið í gegn. Staðurinn er til hús í Bæjarlind 2, Kópavogi.
Vídeó
[fbvideo link=“https://www.facebook.com/bokubillinn/videos/445316829008532/“ width=“500″ height=“400″ onlyvideo=“0″]
Myndir: facebook / Bökubíllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum
-
Frétt6 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa