Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Fyrsti jólabjór KEX Brewing fáanlegur í vikunni

Birting:

þann

KEX Brewing - Brugghús

KEX Brewing er brugghús sem stofnað var af eigendum KEX Hostel og Bjórakademíunni tæpu ári og hafa nú bruggað sinn fyrsta jólabjór sem heitir KEXMas.

KEXMas kemur á krana á Hverfisgötu 12 og Mikkeller & Friends á morgun fimmtudaginn 9. nóvember. Velunnurum og bjóráhugafólki boðið að taka forskot á sæluna á milli klukkan 17:00 og 19:00. Frír KEXMas verður í boði svo lengi sem birgðir endast.

KEX Brewing - Brugghús

KEXMas er Session IPA og verður hann aðeins eins dags gamall þegar hann kemur undir á fimmtudaginn. Gleðskapurinn heldur svo áfram fram á kvöld og mun DJ Retronaut þeyta skífum ofan í mannskapinn frá klukkan 21:00.

KEXMas verður í framhaldinu fáanlegur á nokkrum velvöldum öldurhúsum og veitingahúsum í kjölfarið, þ.m.t. Skúli Craft Bar, Sandholt, Microbar, Sæmundur í sparifötunum á KEX o.fl..

Hinrik Carl Ellertsson matreiðslumaður og fréttamaður veitingageirans á heiðurinn af uppskriftinni, hann er sömuleiðis rekstrarstjóri DILL Restaurant og Hverfisgötu 12.

Sömuleiðis verður Mikkeller & Friends á Hverfisgötu 12 með úrval jólabjóra sem fara undir á morgun.

Frá To Øl

  • Santastique
  • Santa Gose
  • SnowBall
  • Frost Bite
  • Chamomild

Frá Mikkeller

  • Santa´s Little Helper
  • Fra Via Til
  • Hoppy Christmas
  • Red/White Christmast
  • X-Mas Wish Gluten free
  • X-Mas Ginger Brett

 

Ljósmyndir: Lilja Jónsdóttir

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið