Smári Valtýr Sæbjörnsson
Fyrsti jólabjór KEX Brewing fáanlegur í vikunni
KEX Brewing er brugghús sem stofnað var af eigendum KEX Hostel og Bjórakademíunni tæpu ári og hafa nú bruggað sinn fyrsta jólabjór sem heitir KEXMas.
KEXMas kemur á krana á Hverfisgötu 12 og Mikkeller & Friends á morgun fimmtudaginn 9. nóvember. Velunnurum og bjóráhugafólki boðið að taka forskot á sæluna á milli klukkan 17:00 og 19:00. Frír KEXMas verður í boði svo lengi sem birgðir endast.
KEXMas er Session IPA og verður hann aðeins eins dags gamall þegar hann kemur undir á fimmtudaginn. Gleðskapurinn heldur svo áfram fram á kvöld og mun DJ Retronaut þeyta skífum ofan í mannskapinn frá klukkan 21:00.
KEXMas verður í framhaldinu fáanlegur á nokkrum velvöldum öldurhúsum og veitingahúsum í kjölfarið, þ.m.t. Skúli Craft Bar, Sandholt, Microbar, Sæmundur í sparifötunum á KEX o.fl..
Hinrik Carl Ellertsson matreiðslumaður og fréttamaður veitingageirans á heiðurinn af uppskriftinni, hann er sömuleiðis rekstrarstjóri DILL Restaurant og Hverfisgötu 12.
Sömuleiðis verður Mikkeller & Friends á Hverfisgötu 12 með úrval jólabjóra sem fara undir á morgun.
Frá To Øl
- Santastique
- Santa Gose
- SnowBall
- Frost Bite
- Chamomild
Frá Mikkeller
- Santa´s Little Helper
- Fra Via Til
- Hoppy Christmas
- Red/White Christmast
- X-Mas Wish Gluten free
- X-Mas Ginger Brett
Ljósmyndir: Lilja Jónsdóttir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt1 dagur síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel20 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa