Freisting
Fyrsti íslenski Gastropöbbinn 1. árs gamall
Eyþór Mar Halldórsson og Mikael Þorsteinsson matreiðslunemi
Undanfarin ár hefur verið að ryðja sér til rúms svokallaðir Gastropöbbar fyrst í Bretlandi svo á Norðurlöndum og síðustu fréttir herma að þeir séu farnir að skjóta rótum í USA. Það sem þetta form gengur út á er að sameina Gastronomiu í háum gæðum og pubmenningu og að maturinn sé úr staðbundnu hráefni sem er oft parað upp á móti staðbundnum bjór.
|
|
|
Staðurinn sem um ræðir á Íslandi er Íslenski Barinn í Pósthússtræti, þar sem íslenskur matur er í hávegum hafður þó svo að réttirnir séu nútímafærðir þá halda gömlu brögðin sér sem vel.
Crew 1 hjá Freisting.is var boðið að koma og taka staðinn út og kemur hér lýsing á því sem við upplifðum.
Fyrst kom það sem þeir kalla barkarfa, en í henni er heimabakað rúgbrauð með heimalagaðri kindakæfu, heimabakaðar skonsur með reyktum silung frá Mývatni, heimabakaðar flatkökur með hangikjöti, harðfiski, hákarli, smjöri og einum snafs og var þetta allt gott á bragðið, nema snafsinn hann fer ekki inn fyrir mínar varir.
Svo kom brauðdiskur með mjög bragðgóðu brauði
Var ákveðið að við fengjum svokallaðan bjórseðil þar sem réttirnir voru paraðir á móti mismunandi bjórtegundum.
Næsti réttur var:
Bleikja 48°C
Sólselja, steinseljurótarmauk, humarhollandaise, beltisþari, radísur og gúrkur
Með Freyju hveitibjór frá Ölvisholti.
Flott eldamennska á bleikjunni, öll brögð nutu sín og lofaði góðu með framhaldið
Verbúðin
Hægeldaður saltfiskur, sítrónuolía, steinseljurótarflögur, reykt grísasíða og kardimommugljái.
Með Skjálfta lagerbjór frá Ölvisholti.
Einn besti saltfiskur sem ég hef borðað, fann hvergi reyktu grísasíðuna og sama um sítrónuolíuna, kardimommugljáinn tónaði vel á móti fiskinum.
|
|
|
Hvalur 6
Léttsteikt Hrefna, soya gljái, hnetumulningur, jarðepalamauk, kerfill, lakkríssalt, reykur.
Með Lava Imperial Stout frá Ölvisholti.
Algjör killer, alveg þess virði að gera sér ferð til njóta þessa réttar.
Amma gamla
Hægeldað lambalæri, bearnaisefroða, sætkartöflumús, hvítkál, fennika.
Með Móra rauðöli frá Ölvisholti
Á disknum var gul þúst og réðist maður á hana með hnífi og gaffli en mikil var undrunin þegar hnífurinn fór að renna til og fletti ég þá kjötinu upp úr sósunni og það get ég sagt ykkur að Amma hefði aldrei eldað lambalæri medium rare, sósan var góð sem og sætkartöflumaukið, en þessi uppsetning á réttinum er ekki lystaukandi.
Súkkulaði. Súkkulaði, Súkkulaði
Súkkulaðikaka, hvítsúkkulaðimulningur, súkkulaðiganache, bjórís.
Með Lava Imperial Stout frá Ölvisholti
Flottur endir á ljúfri máltíð.
Allir réttir voru fyrst smakkaðir einir sér og svo með bjórnum og var virkilega gaman að upplifa hvernig brögðin breyttust þegar bjórinn bættist við inn í bragðflóruna og þau brögð voru ekki síðri en hin.
Nýútgefin matreiðslubók í tilefni 1. árs afmæli Íslenska barsins
Höfundur er Eyþór Mar Halldórsson yfirmatreiðslumaður staðarins
Eyþór Mar Halldórsson er yfirmatreiðslumaður staðarins og er virkilega gaman að sjá hvað þessi ungi matreiðslumaður er að gera góða hluti á Íslenska barnum og óskum við á Freisting.is þeim alls farnaðar í framtíðinni um leið og við þökkum fyrir okkur.
Heimasíða: www.islenskibarinn.is
Myndir: Matthías
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt3 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bóndadagurinn nálgast