Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fyrsta mathöllin á Akureyri opnar í byrjun sumars
Fyrsta mathöllin á Akureyri opnar í byrjun sumars. Stefnan er sett á að opna samtals sex veitingastaði í rýminu og eru framkvæmdir nú þegar hafnar.
Sögusagnir um opnun mathallar á Akureyri hafa verið tíðar frá því að fyrsta mathöllin opnaði í Reykjavík og hefur nú þegar mikill áhugi myndast á svæðinu fyrir tilvonandi opnun.
Mathöllin sjálf verður staðsett í norðaustur hluta Glerártorgs þar sem Vodafone og Kaffi Torg var áður og verður opin umfram almennan opnunartíma Glerártorgs og þurfa svangir og þyrstir gestir mathallarinnar því ekki að hverfa frá svæðinu þegar að verslanir loka.
Kristján Ólafur Sigríðarson, rekstrarstjóri mathallarinnar:
„Það er löngu kominn tími á að opna mathöll á Akureyri og við stukkum á tækifærið þegar það gafst.“
Fyrir um ári síðan var tilkynnt að 1000 fm mathöll yrði opnuð í gamla Ásprents húsnæðinu við Glerárgötu sem er aðeins spölkorn frá Glerártorgi, en ekki er komið á hreint hvenær sú mathöll opnar, sem verður þá önnur mathöllin sem opnar á Akureyri.
Sjá einnig: Tvær nýjar mathallir opna á Akureyri
Mynd: glerartorg.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús






