Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Fyrsta mathöllin á Akureyri opnar í byrjun sumars

Birting:

þann

Fyrsta mathöllin á Akureyri opnar í byrjun sumars

HAF STUDIO sér um hönnunina á mathöllinni á Glerártorgi.

Fyrsta mathöllin á Akureyri opnar í byrjun sumars. Stefnan er sett á að opna samtals sex veitingastaði í rýminu og eru framkvæmdir nú þegar hafnar.

Sögusagnir um opnun mathallar á Akureyri hafa verið tíðar frá því að fyrsta mathöllin opnaði í Reykjavík og hefur nú þegar mikill áhugi myndast á svæðinu fyrir tilvonandi opnun.

Mathöllin sjálf verður staðsett í norðaustur hluta Glerártorgs þar sem Vodafone og Kaffi Torg var áður og verður opin umfram almennan opnunartíma Glerártorgs og þurfa svangir og þyrstir gestir mathallarinnar því ekki að hverfa frá svæðinu þegar að verslanir loka.

Kristján Ólafur Sigríðarson, rekstrarstjóri mathallarinnar:

„Það er löngu kominn tími á að opna mathöll á Akureyri og við stukkum á tækifærið þegar það gafst.“

Fyrir um ári síðan var tilkynnt að 1000 fm mathöll yrði opnuð í gamla Ásprents húsnæðinu við Glerárgötu sem er aðeins spölkorn frá Glerártorgi, en ekki er komið á hreint hvenær sú mathöll opnar, sem verður þá önnur mathöllin sem opnar á Akureyri.

Sjá einnig: Tvær nýjar mathallir opna á Akureyri

Mynd: glerartorg.is

Kristinn Jakobsson lærði fræðin sín á Bautanum og útskrifaðist árið 2005 og 2008 sem matreiðslumeistari. Kristinn hefur starfað á Bautanum, Strikinu, Gamla Bauk á Húsavík, Lostæti svo fátt eitt sé nefnt. Hægt er að hafa samband við Kristinn á netfangið: [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið