Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fyrsta mathöllin á Akureyri opnar í byrjun sumars
Fyrsta mathöllin á Akureyri opnar í byrjun sumars. Stefnan er sett á að opna samtals sex veitingastaði í rýminu og eru framkvæmdir nú þegar hafnar.
Sögusagnir um opnun mathallar á Akureyri hafa verið tíðar frá því að fyrsta mathöllin opnaði í Reykjavík og hefur nú þegar mikill áhugi myndast á svæðinu fyrir tilvonandi opnun.
Mathöllin sjálf verður staðsett í norðaustur hluta Glerártorgs þar sem Vodafone og Kaffi Torg var áður og verður opin umfram almennan opnunartíma Glerártorgs og þurfa svangir og þyrstir gestir mathallarinnar því ekki að hverfa frá svæðinu þegar að verslanir loka.
Kristján Ólafur Sigríðarson, rekstrarstjóri mathallarinnar:
„Það er löngu kominn tími á að opna mathöll á Akureyri og við stukkum á tækifærið þegar það gafst.“
Fyrir um ári síðan var tilkynnt að 1000 fm mathöll yrði opnuð í gamla Ásprents húsnæðinu við Glerárgötu sem er aðeins spölkorn frá Glerártorgi, en ekki er komið á hreint hvenær sú mathöll opnar, sem verður þá önnur mathöllin sem opnar á Akureyri.
Sjá einnig: Tvær nýjar mathallir opna á Akureyri
Mynd: glerartorg.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt6 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti