Frétt
Fyrirlestur Gert Klötzke á nútíma sænsku Jólahlaðborði
Haldinn miðvikudaginn 25. ágúst 2010 á Hilton Reykjavík Nordica
Gert Klötzke var í 2 áratugi yfirþjálfari sænska kokkalandsliðins og lyfti grettistaki á þeim vígstöðum. Hann er núna professor í matreiðslu við Háskólann í Umeá í Svíþjóð, einnig er hann meðlimur af culinary committee hjá WACS alheimsamtökum matreiðslumanna og er mikið í að halda dómaranámskeið víða um heim á vegum samtakanna, einnig er hann yfirþjálfari íslenska kokkalandsliðins og verður fróðlegt að sjá hvernig liðið muni standa sig í Lux í Nóv.
Hann kemur hingað á vegum KM og var það vilji stjórnar að hann nýttist einhvern veginn hinum almenna félagsmanni líka og úr var áðurnefndur fyrirlestur.
Gert Klötzke og Niclas Wahlström gerðu saman bókina The Swedish smörgasbord all the Orignial Recipes in Modern Style og hefur bókin unnið til margra verðlauna, í bókinni er farið yfir hvernig má ná niður hráefniskostnaði á hlaðborðinu og jafnframt auka gæði þess sem og nútímalegri nálgun við uppsetnigu á því.
Til að mynda er allt lagað frá grunni og mikið um pylsur og fara þeir í 4 daga til fyrirtækis í Gautaborg þar sem fullkomin búnaður er til staðar og laga allar pylsur frá grunni, þess skal getið að í hlaðborðinu hefur dýra hráefnið fengið að víkja fyrir því ódýra, án þess að það hafi komið að sök.
Staðurinn heitir Fjaderholmarna www.fjaderholmarna.se og er á eyju út frá Stokkholm og í jólatraffikinni er opið í rúmar 3 vikur og þrjár umsetningar á dag kl 12:00, kl 16:00, og kl 19:00, 150-200 manns í hverju holli, verð er frá 400 sænskum á sunnudögum til um 900 kr sænskar á laugardagskvöldi bara fyrir matinn.
Fyrirlesturinn tókst með ágætum mjög góð mæting og virkilega gaman að sjá hans útfærslu á hlaðborðinu og upplifa alveg nýja vídd í skandinavísku jólaborði.
Ef einhver hefur áhuga að fjárfesta í bókinni en hún er til bæði á sænsku og ensku, þá geta menn sett sig í samband við Andreas Jacobsen [email protected] og lagt inn pöntun.
Matti Rambo átti frí frá Expendables og tók meðfylgjandi mynd.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?