Frétt
Frumvarp til breytinga á lögum vegna vinnslu iðnaðarhamps
Birt hafa verið í samráðsgátt drög að frumvarpi heilbrigðisráðherra til breytinga á lögum um ávana- og fíkniefni vegna vinnslu iðnaðarhamps. Með frumvarpinu er lagt til að stjórnsýsla og verkefni sem varða innflutning á fræjum til landsins til ræktunar á iðnaðarhampi verði færð frá Lyfjastofnun til Matvælastofnunar. Umsagnarfrestur er til 4. mars.
Sjá einnig:
Ein planta sem uppfyllir allar þarfir mannkyns? Myndir og vídeó
Síðastliðið vor veitti heilbrigðisráherra Lyfjastofnun undanþáguheimild með reglugerðarbreytingu sem gerði innflutning, meðferð og vörslu fræja til ræktunar iðnaðarhamps mögulega. Reglugerðin á sér stoð í 2. gr. laga um ávana- og fíkniefni. Heimildin er háð skilyrðum og takmörkunum svo tryggt sé að ekki verði fluttar inn eða ræktaðar plöntur sem innihalda vímuefnið THC í nýtanlegu magni, eða að hámarki 0,2%.
Eins og fram kom í tilkynningu ráðuneytisins um reglugerðarbreytinguna lagði ráðherra áherslu á að um tímabundna ráðstöfun væri að ræða. Skýra þyrfti lagagrundvöll þessara mála og ábyrgð þeirra stofnana sem þurfa að koma að framkvæmdinni þegar kemur að leyfisveitingum og eftirliti með ræktun iðnaðarhamps. Skipaður var starfshópur í þessu skyni og eru frumvarpsdrögin sem nú eru birt til umsagnar niðurstaða af vinnu hans.
Sjá einnig:
Michelinstjörnu veitingastaður notar matarprentara og útkoman er ótrúleg – Sjáðu myndbandið
Í starfshópnum áttu sæti fulltrúi heilbrigðisráðuneytisins, fulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, fulltrúi Lyfjastofnunar og fulltrúi Matvælastofnunar.
Athygli er vakin á því að frumvarpsdrögin fjalla ekki um CBD olíu (Cannabidiol) en þau mál eru til skoðunar hjá stjórnvöldum.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði