Keppni
Frumsýning á heimildarmynd um landslið kjötiðnaðarmanna
Heimildarmyndin Frægð og frami í Sacramento verður frumsýnd í Húsi fagfélaganna laugardaginn 20. apríl næstkomandi. Í myndinni er landsliði íslenskra kjötiðnaðarmanna fylgt eftir á sitt fyrsta heimsmeistaramót, sem haldið var í september 2022 í Sacramento í Kaliforníu.
Myndin er eftir Brynjar Snæ og Franz Ágúst Jóhannessyni en þeir fylgdu landsliðinu eftir í níu mánuði áður en liðið hélt á vit ævintýranna.
Hús fagfélaganna er á Stórhöfða 31 en athugið að gengið er inn Grafarvogsmegin. Húsið verður opnað klukkan 14:00.
Ókeypis er á sýninguna en landsliðið mun á staðnum selja léttar veitingar til að fjármagna næsta verkefni liðsins. Næsta heimsmeistaramót fer fram í París 2025.
Lesið fleiri fréttir um landsliðið með því að smella hér.
Mynd: aðsend / Jóhannes Númi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn7 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús






