Keppni
Frumsýning á heimildarmynd um landslið kjötiðnaðarmanna
Heimildarmyndin Frægð og frami í Sacramento verður frumsýnd í Húsi fagfélaganna laugardaginn 20. apríl næstkomandi. Í myndinni er landsliði íslenskra kjötiðnaðarmanna fylgt eftir á sitt fyrsta heimsmeistaramót, sem haldið var í september 2022 í Sacramento í Kaliforníu.
Myndin er eftir Brynjar Snæ og Franz Ágúst Jóhannessyni en þeir fylgdu landsliðinu eftir í níu mánuði áður en liðið hélt á vit ævintýranna.
Hús fagfélaganna er á Stórhöfða 31 en athugið að gengið er inn Grafarvogsmegin. Húsið verður opnað klukkan 14:00.
Ókeypis er á sýninguna en landsliðið mun á staðnum selja léttar veitingar til að fjármagna næsta verkefni liðsins. Næsta heimsmeistaramót fer fram í París 2025.
Lesið fleiri fréttir um landsliðið með því að smella hér.
Mynd: aðsend / Jóhannes Númi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin