Frétt
Fridays í Smáralindinni fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi hreinlæti og gæði
Í síðustu viku fékk veitingastaðurinn Fridays í Smáralindinni viðurkenningu fyrir framúrskarandi hreinlæti og gæði en þau eru veitt af TGI Fridays, sem eru með hundruði veitingastaða um heim allan.
Það er ekki leiðinlegt að vera bestur af þeim bestu. Staðall þeirra eru afar strangir, en allur staðurinn er vel skoðaður, allt frá inngangi til bakdyra. Farið er yfir öll matvæli og skoðað vel hvort allar dagsetningar séu í lagi. Hreinlæti inni í eldhúsi og frammi í sal, allur barinn og salernisaðstaða er skoðuð. Einnig er farið yfir móttöku og geymslu á öllum vörum, hvort sem það er fersk matvæli eða frosin.
Farið er yfir alla búninga og skófatnað starfsfólks. Einnig eru flestir réttir á matseðlinum prófaðir og ég get sagt þér að við fengum enn einu sinni að heyra að maturinn hjá okkur sé óberandi bestur í heimi. Hér styttum við okkur ekki leiðir í matargerð enda er eldhúsinu stjórnað af matreiðslumeistara. Maður fer ekki fram á mikið meira.
.. sagði Ævar Olsen framkvæmdastjóri Fridays í samtali við veitingageirinn.is sem var að vonum afar ánægður með viðurkenninguna og bætir við:
Einnig er gaman að minnast á að við fengum Heilbrigðisþjónustu Hafnafjarðar og Kópavogs í heimsókn fyrir stuttu og þeir áttu ekki orð yfir hversu hreinn staðurinn okkar er.
Mynd: af facebook síðu Fridays í Smáralindinni
Taggaðu okkur á Twitter og Instagram: #veitingageirinn og tístið/myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti