Keppni
Frida Bäcke frá Svíþjóð sigraði Global Pastry Chef | Ísland ekki í verðlaunasæti
Íslensku keppendurnir komust ekki á pall í keppnunum þremur sem fóru fram dagana 4.-5. júní í Álaborg í Danmörku. Keppnirnar eru Norður Evrópu forkeppni í „Global Chefs Challenge“ og sigurvegarar úr þeim keppa í úrslitakeppni á næsta ári.
Eins og fram hefur komið þá sigraði Svíþjóð í „Global Young Chef Challenge“ en fyrir þeirra hönd keppti Robert Sandberg. Þá sigraði Norðmaðurinn Thomas Borgan í „Global Chef Challenge.
Axel Þorsteinsson frá Apótek Restaurant keppti á fimmtudaginn s.l. í keppninni Global Pastry Chef Challenge um besta konditor Norður Evrópu og sigurvergari í þeirr keppni varð Frida Bäcke frá Svíþjóð, en Axel komst því miður ekki á verðlaunapall.
Keppnirnar voru haldnar samhliða Norðurlandaþingi matreiðslumanna í Aalborg í Danmörku en þingið lýkur nú um helgina.
Ekki er öll von úti að Ísland komist á verðlaunapall, því að í dag keppa þrír íslenskir fagmenn í matreiðslu og framreiðslu um Norðurlandameistaratitla í faggreinunum en þau eru:
- Nordic Chef – Atli Þór Erlendsson frá Grillinu Hótel Sögu
- Nordic Chef Junior – Rúnar Pierre Heriveaux frá Lava Bláa Lóninu
- Nordic Waiter – Natascha Elisabet Fischer frá Kopar
Mynd: svenskakockarsforening.se
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu







