Vertu memm

Keppni

Frida Bäcke frá Svíþjóð sigraði Global Pastry Chef | Ísland ekki í verðlaunasæti

Birting:

þann

Frida Bäcke

Frida Bäcke

Íslensku keppendurnir komust ekki á pall í keppnunum þremur sem fóru fram dagana 4.-5. júní í Álaborg í Danmörku. Keppnirnar eru Norður Evrópu forkeppni í „Global Chefs Challenge“ og sigurvegarar úr þeim keppa í úrslitakeppni á næsta ári.

Axel Þorsteinsson

Axel Þorsteinsson.
Mynd: Sveinbjörn Úlfarsson

Eins og fram hefur komið þá sigraði Svíþjóð í „Global Young Chef Challenge“ en fyrir þeirra hönd keppti Robert Sandberg. Þá sigraði Norðmaðurinn Thomas Borgan í „Global Chef Challenge.

Axel Þorsteinsson frá Apótek Restaurant keppti á fimmtudaginn s.l. í keppninni Global Pastry Chef Challenge um besta konditor Norður Evrópu og sigurvergari í þeirr keppni varð Frida Bäcke frá Svíþjóð, en Axel komst því miður ekki á verðlaunapall.

Keppnirnar voru haldnar samhliða Norðurlandaþingi matreiðslumanna í Aalborg í Danmörku en þingið lýkur nú um helgina.

Ekki er öll von úti að Ísland komist á verðlaunapall, því að í dag keppa þrír íslenskir fagmenn í matreiðslu og framreiðslu um Norðurlandameistaratitla í faggreinunum en þau eru:

  • Nordic Chef – Atli Þór Erlendsson frá Grillinu Hótel Sögu
  • Nordic Chef Junior – Rúnar Pierre Heriveaux frá Lava Bláa Lóninu
  • Nordic Waiter – Natascha Elisabet Fischer frá Kopar

 

Mynd: svenskakockarsforening.se

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið