Keppni
Frida Bäcke frá Svíþjóð sigraði Global Pastry Chef | Ísland ekki í verðlaunasæti
Íslensku keppendurnir komust ekki á pall í keppnunum þremur sem fóru fram dagana 4.-5. júní í Álaborg í Danmörku. Keppnirnar eru Norður Evrópu forkeppni í „Global Chefs Challenge“ og sigurvegarar úr þeim keppa í úrslitakeppni á næsta ári.
Eins og fram hefur komið þá sigraði Svíþjóð í „Global Young Chef Challenge“ en fyrir þeirra hönd keppti Robert Sandberg. Þá sigraði Norðmaðurinn Thomas Borgan í „Global Chef Challenge.
Axel Þorsteinsson frá Apótek Restaurant keppti á fimmtudaginn s.l. í keppninni Global Pastry Chef Challenge um besta konditor Norður Evrópu og sigurvergari í þeirr keppni varð Frida Bäcke frá Svíþjóð, en Axel komst því miður ekki á verðlaunapall.
Keppnirnar voru haldnar samhliða Norðurlandaþingi matreiðslumanna í Aalborg í Danmörku en þingið lýkur nú um helgina.
Ekki er öll von úti að Ísland komist á verðlaunapall, því að í dag keppa þrír íslenskir fagmenn í matreiðslu og framreiðslu um Norðurlandameistaratitla í faggreinunum en þau eru:
- Nordic Chef – Atli Þór Erlendsson frá Grillinu Hótel Sögu
- Nordic Chef Junior – Rúnar Pierre Heriveaux frá Lava Bláa Lóninu
- Nordic Waiter – Natascha Elisabet Fischer frá Kopar
Mynd: svenskakockarsforening.se

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Keppni3 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Frétt2 dagar síðan
Kolaportið sem miðstöð matar, menningar og markaðsviðburða – Auglýst eftir rekstraraðila
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Vörukynning Garra á Akureyri