Freisting
Freisting.is gerir mistök
Umsjónarmenn heimasíðunnar Freisting.is hafa klárlega gert þau mistök að hafa ekki B5 inná könnuninni „Hver af eftirtöldum veitingastöðum skarar framúr í matargerð að þínu mati?“, þvílik matseld og framúrskarandi matargerð undir stjórn meistarkokksins og landsliðsmannsins Gunnars Karls, sem töfraði fram frábæra rétti til okkar félagsmanna sem sátu á fundi á veitingastaðnum B5.
Fundurinn var mjög vel heppnaður og fóru menn á flug í pælingum yfir vetrardagskránni, en síðastliðnir fundir hafa farið meira og minna í Galadinnerinn og nú fannst mönnum kominn tími til að fara skemmta sér og verðlauna sig fyrir góð störf. Skemmtileg vetrardagskrá framundan og nóg að snúast. Einn nýr meðlimur kom á sinn fyrsta fund en það var Kjartan M. Kjartansson matreiðslumaður, fæddur: 17-12 ´77, en hann lærði fræðin sín á Fiðlaranum undir leiðsögn meistara síns Snæbjörns Kristjánssonar og vill Freisting óska Kjartani innilega til hamingju með inngönguna í klúbbinn.
Matseðill kvöldsins var:
Tómat gaspazho með pestó, hvítri tómatfroðu og furuhnetum
Grafin bleikja „Nornaseiði“ með súrsuðu grænmeti, súrmjólkurfroðu og rófumauki
Gljáð svínasíða með kartöflufroðu, steiktum sveppum, karamelluseruðum hnetum
Skötuselur í farsi með volgri agúrku í dilli, jerúsalem ætilþyrstlamauki m/ brúnuðu smjöri og litlum Íslenskum kartöflum
Panacotta með fáfnisgrasi, stjörnuanis og volgum Íslenskum jarðarberjum frá Silfurtúni í eigin safa
Freisting þakkar veitingastaðnum B5 fyrir frábæran mat og þjónustu
Stjórnin
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt2 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn