Viðtöl, örfréttir & frumraun
Freisting.is 10 ára

Freisting.is hefur gengið í gegnum miklar breytingar í gegnum tíðina og í júlí 2013 var ákveðið að endurskíra vefsvæðið í veitingageirinn.is.
Í dag fagnar fréttavefurinn freisting.is 10 ára afmæli sínu. Vefurinn freisting.is er í eigu Matreiðsluklúbbsins Freistingar sem stofnaður var 1994, en vefurinn var síðan skrásettur 17. ágúst árið 2000.
Upphaflega var Freisting.is hugsuð sem heimasíða til þess að miðla upplýsingum til meðlima matreiðsluklúbbsins Freisting á auðveldan hátt. Ekki voru allir á sama máli um ágæti þess, en fáir efast í dag.
Í dag er freisting.is sjálfstæð síða og er rekin sem fréttasíða um mat og vín sem hefur það að markmiði að birta nýjustu fréttirnar úr veitingageiranum.
Auk þess má svo finna ýmsa fróðleiksmola um mat & vín, upplýsingar um helstu fagkeppnir innan geirans og heimasíður félaga eins og Klúbbs Matreiðslumeistara og Vínþjónasamtaka Íslands.
Við kunnum öllum þeim sem hafa fylgt okkur í gegnum árin bestu þakkir fyrir.
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt1 dagur síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu





