Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Freisting.is 10 ára

Birting:

þann

Freisting.is hefur gengið í gegnum miklar breytingar í gegnum tíðina og í júlí 2013 var ákveðið að endurskíra vefsvæðið í veitingageirinn.is.

Í dag fagnar fréttavefurinn freisting.is 10 ára afmæli sínu.  Vefurinn freisting.is er í eigu Matreiðsluklúbbsins Freistingar sem stofnaður var 1994, en vefurinn var síðan skrásettur 17. ágúst árið 2000.

Upphaflega var Freisting.is hugsuð sem heimasíða til þess að miðla upplýsingum til meðlima matreiðsluklúbbsins Freisting á auðveldan hátt. Ekki voru allir á sama máli um ágæti þess, en fáir efast í dag.

Í dag er freisting.is sjálfstæð síða og er rekin sem fréttasíða um mat og vín sem hefur það að markmiði að birta nýjustu fréttirnar úr veitingageiranum.

Auk þess má svo finna ýmsa fróðleiksmola um mat & vín, upplýsingar um helstu fagkeppnir innan geirans og heimasíður félaga eins og Klúbbs Matreiðslumeistara og Vínþjónasamtaka Íslands.

Við kunnum öllum þeim sem hafa fylgt okkur í gegnum árin bestu þakkir fyrir.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið