Viðtöl, örfréttir & frumraun
Freisting.is 10 ára

Freisting.is hefur gengið í gegnum miklar breytingar í gegnum tíðina og í júlí 2013 var ákveðið að endurskíra vefsvæðið í veitingageirinn.is.
Í dag fagnar fréttavefurinn freisting.is 10 ára afmæli sínu. Vefurinn freisting.is er í eigu Matreiðsluklúbbsins Freistingar sem stofnaður var 1994, en vefurinn var síðan skrásettur 17. ágúst árið 2000.
Upphaflega var Freisting.is hugsuð sem heimasíða til þess að miðla upplýsingum til meðlima matreiðsluklúbbsins Freisting á auðveldan hátt. Ekki voru allir á sama máli um ágæti þess, en fáir efast í dag.
Í dag er freisting.is sjálfstæð síða og er rekin sem fréttasíða um mat og vín sem hefur það að markmiði að birta nýjustu fréttirnar úr veitingageiranum.
Auk þess má svo finna ýmsa fróðleiksmola um mat & vín, upplýsingar um helstu fagkeppnir innan geirans og heimasíður félaga eins og Klúbbs Matreiðslumeistara og Vínþjónasamtaka Íslands.
Við kunnum öllum þeim sem hafa fylgt okkur í gegnum árin bestu þakkir fyrir.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.