Freisting
Franskir Katalóníudagar á Vox
Nú er að hefjast Franskir Katalóníudagar á Vox dagana 20,21 og 23 október.
Gestakokkurinn Gilles Bascou sér um matseldina en hann er matreiðslumeistari og eigandi veitingahúsins Les loges du jardin daymeric í þorpinu Clara í Roussillon. Gilles er einn af Toques blanches du Roussillon , sérfræðingur í katalónskri matreiðslu.

Á Katalóníudögum verður einnig spennandi kynning á vínum frá héraðinu en þeir eru haldnir í samstarfi við Franska sendiráðið og Vínekruna.
Borðapantanir í síma 444 5050 eða á [email protected]
Matseðill
Tartaletta með ansjósum frá Collioure
Katalónsk svínasulta
Graskerssúpa með skelfiskssoði
Rivesaltes Ambré 2002 frá Pujol / Vin de pays des Cotes Catalanes 2004 frá Pujol
~ o ~
Smokkfiskur fylltur með katalónsku grænmeti og svínasultu, framreiddur í eigin safa bragðbættum með kakó og Banyuls vínediki
Collioure „les Padreils“ 2004 frá Le Dominivain
~ o ~
Saltfiskur „Ollada“ með franskri andarlifur og „sagi“
Collioure „cuvée de la Colline Matisse“ 2003
~ o ~
Léttsteiktur lambahryggvöðvi og langtímaeldaður lambabógur með cappuccino úr hvítum baunum og hvítlauks-steinseljusoði. Framreitt með rósmarín-og kryddsósu
Cotes du Roussillon Mistéri frá Pujol / Cotes du Roussillon villages Notre Terre frá Mas Amiel
~ o ~
„Tomme de chévre“ Geitaostur frá Conat í Roussillon
Banylus 6 ára frá Les Dominicain
~ o ~
„Tarte Tatin“ Eplabaka með roðrunnaeplum og reinette eplum.Framreidd með hunangs-muscat gljáa og Rousquille ís
Muscat de Rivesaltes frá Pujol / Rivesaltes Grenat frá Pujol
6 rétta matseðill með léttvínum á 9.990 kr
Heimasíða: Les loges du jardin daymeric
Fréttatilkynning
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Keppni2 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni





