Uncategorized
Fræðslufundur um bjór sunnud. 7. desember
Næsti fræðslundur Vínþjónasamtakanna verður sunnud. 7. desember 2008 á Hilton Reykjavík Nordica kl 16. Á dagskrá er bjór, fyrst fræðsluerindi Eymars frá Vínskólanum um sögu bjórsins, framleiðsluferli, mismunandi tegundir og næst taka til máls bruggmeistari og stjórnarformaður Ölvisholts Brugghúss. Margar tegundir verða smakkaðar að sjálfsögðu. Félagsmenn og fagmenn ganga fyrir en fundurinn er opinn öllum áhugamönnum.
Eymar er sérfróður um bjór og hafa hans námskeið verið einstaklega vinsæl, hann tekur fyrir alla þætti bjórframleiðslunnar og sögu bjórsins, með lífandi sögur frá Belgíu eða Englandi. Ölvisholt framleiðir Skjálfta bjórinn og hefur nokkrar tegundir þegar í sölu, og aðrar á teikniborðinu. Þeir útskýra fyrir okkur framleiðsluna og stefnu fyrirtækisins, sem er eitt af þessum Micro-brugghús sem hafa gert bjórlandslagið spennandi á landinu.
Verð: 1000 kr á mann
Skráningar: [email protected] (Ólafur Örn), [email protected] (Brandur) eða [email protected] (Dominique)
Dominique
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Keppni2 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni





