Freisting
Frábær Freistingafundur á Vox
Góð mæting og miklar umræður voru á Vox sunnudaginn 11 mars síðastliðin. Brunch-inn var skoðaður rækilega við góðar undirtektir fundarmanna sem ákváðu meðal annars að árshátíð Freistingar yrði haldin í kóngsins Kaupmannahöfn sunnudaginn 20. maí n.k.
Nefndin var sett á fullt með að skipuleggja flug, veitingastað, gistingu og fleira. Pálmi Sous chef á Vox var úthlutað að skipuleggja skemmtanir og leiðsögu um borgina, þar sem hann er nánast infæddur, og sjá til þess að engum leiðist.
Áveðið var að óska eftir leiðsögn í Carlsberg verksmiðjuna til þess að kynna sér framleiðsluna og mögulega smakka á. Gist verður eina nótt og fyrirhugað að fljúga út að morgni sunnudagsins og heim á mánudeginum. Skráning í ferðina er með þeim hætti að þú sendir tölvupóst á netfangið: [email protected] og ekki seinna vænna að skrá sig, þar sem hótelgisting og flugfar verður staðfest í síðasta lagi, með greiðslu viðkomandi, 3. apríl. Kostnaðaráætlun er í vinnslu og hefur Freisting ákveðið að greiða niður ferðina fyrir félagsmenn að einhverju leyti, en sú upphæð verður ákveðin á næsta fundi þriðjudaginn 3. apríl. á Icelandic fish and chips Tryggvagötu 8 þar sem Björgvin Mýrdal ætlar að taka vel á móti okkur.
Eftirfarandi er matseðillinn sem verður í boði 3. apríl frá Icelandic fish & chips:
Súpa dagsins. Borin fram með speltbrauði og hummus
*
Djúpsteiktur þorskur og rauðspretta, ásamt stökkum kartöflum og þremur tegundum af Skyronnaise sósum
*
Bláberjaskyr með rjóma að hætti hússins
*
Kaffi eða te
Bókasjóður Freistingar ákvað einnig að styrkja Hótel og matvælaskólann í Kópavogi um 60.000.- kr. í formi bóka fyrir bæði framreiðslu,- og matreiðsludeildir skólans. Rætt verður við deildastjóra þessara deilda um á hvaða bókum er mest þörf til þess að tryggja sem mesta notkun og gera góða fagmenn framtíðarinnar enn betri.
Freisting þakkar sunnudagsvaktinni á kærlega fyrir frábæran Brunch og greinileg ástæða fyrir miklum vinsældum sunnudagana á Vox.
Kær kveðja
Hallgrímur Friðrik Sigurðarson
[email protected]
Forseti Freistingar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt4 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla