Keppni
Frábær árangur hjá Ung kokkum Íslands
Nú rétt í þessu voru að berast fréttir af frábærum árangri Ungkokka Íslands, þar sem þau eru stödd Í Skotlandi á ScotHot matreiðslukeppninni.
Þar unnu þau gull í heita matnum og eru langhæðst eftir fyrsta keppnisdag. Nú á liðið aðeins eftir að keppa í sýningu á örfáum réttum og útlit fyrir góðan árangur þar einnig. Það er ljóst að Ísland býr að frábærum ungum matreiðslumönnum og því afar spennandi að fylgjast með framtíð þessara ungu manna og kvenna. Það er ljóst að mikil og óeigingjörn undirbúningsvinna hefur átt sér stað við æfingar og skipulagningu hjá liðinu og þjálfara þess.
Þess ber að geta að einn megin tilgangur Freistingar hefur verið, í mörg ár, að hlúa að ungum matreiðslumönnum og nemum, og ítrekar því Freisting boð um alla þá aðstoð sem klúbburinn og heimasíðan getur veitt ungum og upprennandi matreiðslumönnum um allt land.
Freisting óskar liðinu innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur í von um enn fleiri sigra.
Heimasíða ScotHot: www.scothot.co.uk
© Hallgrímur Friðrik

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata