Keppni
Frábær árangur hjá Ung kokkum Íslands
Nú rétt í þessu voru að berast fréttir af frábærum árangri Ungkokka Íslands, þar sem þau eru stödd Í Skotlandi á ScotHot matreiðslukeppninni.
Þar unnu þau gull í heita matnum og eru langhæðst eftir fyrsta keppnisdag. Nú á liðið aðeins eftir að keppa í sýningu á örfáum réttum og útlit fyrir góðan árangur þar einnig. Það er ljóst að Ísland býr að frábærum ungum matreiðslumönnum og því afar spennandi að fylgjast með framtíð þessara ungu manna og kvenna. Það er ljóst að mikil og óeigingjörn undirbúningsvinna hefur átt sér stað við æfingar og skipulagningu hjá liðinu og þjálfara þess.
Þess ber að geta að einn megin tilgangur Freistingar hefur verið, í mörg ár, að hlúa að ungum matreiðslumönnum og nemum, og ítrekar því Freisting boð um alla þá aðstoð sem klúbburinn og heimasíðan getur veitt ungum og upprennandi matreiðslumönnum um allt land.
Freisting óskar liðinu innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur í von um enn fleiri sigra.
Heimasíða ScotHot: www.scothot.co.uk
© Hallgrímur Friðrik
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt2 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn