Keppni
Frábær árangur hjá Ung kokkum Íslands
Nú rétt í þessu voru að berast fréttir af frábærum árangri Ungkokka Íslands, þar sem þau eru stödd Í Skotlandi á ScotHot matreiðslukeppninni.
Þar unnu þau gull í heita matnum og eru langhæðst eftir fyrsta keppnisdag. Nú á liðið aðeins eftir að keppa í sýningu á örfáum réttum og útlit fyrir góðan árangur þar einnig. Það er ljóst að Ísland býr að frábærum ungum matreiðslumönnum og því afar spennandi að fylgjast með framtíð þessara ungu manna og kvenna. Það er ljóst að mikil og óeigingjörn undirbúningsvinna hefur átt sér stað við æfingar og skipulagningu hjá liðinu og þjálfara þess.
Þess ber að geta að einn megin tilgangur Freistingar hefur verið, í mörg ár, að hlúa að ungum matreiðslumönnum og nemum, og ítrekar því Freisting boð um alla þá aðstoð sem klúbburinn og heimasíðan getur veitt ungum og upprennandi matreiðslumönnum um allt land.
Freisting óskar liðinu innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur í von um enn fleiri sigra.
Heimasíða ScotHot: www.scothot.co.uk
© Hallgrímur Friðrik
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Frétt1 dagur síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var