Keppni
Frábær árangur hjá Ung kokkum Íslands
Nú rétt í þessu voru að berast fréttir af frábærum árangri Ungkokka Íslands, þar sem þau eru stödd Í Skotlandi á ScotHot matreiðslukeppninni.
Þar unnu þau gull í heita matnum og eru langhæðst eftir fyrsta keppnisdag. Nú á liðið aðeins eftir að keppa í sýningu á örfáum réttum og útlit fyrir góðan árangur þar einnig. Það er ljóst að Ísland býr að frábærum ungum matreiðslumönnum og því afar spennandi að fylgjast með framtíð þessara ungu manna og kvenna. Það er ljóst að mikil og óeigingjörn undirbúningsvinna hefur átt sér stað við æfingar og skipulagningu hjá liðinu og þjálfara þess.
Þess ber að geta að einn megin tilgangur Freistingar hefur verið, í mörg ár, að hlúa að ungum matreiðslumönnum og nemum, og ítrekar því Freisting boð um alla þá aðstoð sem klúbburinn og heimasíðan getur veitt ungum og upprennandi matreiðslumönnum um allt land.
Freisting óskar liðinu innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur í von um enn fleiri sigra.
Heimasíða ScotHot: www.scothot.co.uk
© Hallgrímur Friðrik
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn1 dagur síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni2 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi





