Vertu memm

Keppni

Frábær árangur hjá Ung kokkum Íslands

Birting:

þann

Ungkokkar ÍslandsNú rétt í þessu voru að berast fréttir af frábærum árangri Ungkokka Íslands, þar sem þau eru stödd Í Skotlandi á ScotHot matreiðslukeppninni.

Þar unnu þau gull í heita matnum og eru langhæðst eftir fyrsta keppnisdag. Nú á liðið aðeins eftir að keppa í sýningu á örfáum réttum og útlit fyrir góðan árangur þar einnig. Það er ljóst að Ísland býr að frábærum ungum matreiðslumönnum og því afar spennandi að fylgjast með framtíð þessara ungu manna og kvenna. Það er ljóst að mikil og óeigingjörn undirbúningsvinna hefur átt sér stað við æfingar og skipulagningu hjá liðinu og þjálfara þess.

Þess ber að geta að einn megin tilgangur Freistingar hefur verið, í mörg ár, að hlúa að ungum matreiðslumönnum og nemum, og ítrekar því Freisting boð um alla þá aðstoð sem klúbburinn og heimasíðan getur veitt ungum og upprennandi matreiðslumönnum um allt land.

Freisting óskar liðinu innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur í von um enn fleiri sigra.

Heimasíða ScotHot: www.scothot.co.uk

© Hallgrímur Friðrik

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið