Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Frá Rómverjum til Hornsins: saga hvítlauksins í höndum ungrar fræðikonu

Birting:

þann

Frá Rómverjum til Hornsins: saga hvítlauksins í höndum ungrar fræðikonu

Svanhildur í fanginu á afa sínum, Jakobi Herði Magnússyni, eins og hálfs árs gömul.

Svanhildur Jóhannesdóttir, nemandi í 10. bekk í Tjarnarskóla og dóttir Ólafar Helgu Jakobsdóttur, matreiðslumeistara á Horninu, tók hvítlaukinn fyrir í skólaverkefni sem hefur vakið athygli fyrir áhugaverða nálgun og skemmtilega framsetningu.

Verkefnið fjallar ítarlega um hvítlauk, þessa fornu og vinsælu plöntu sem hefur fylgt mannskepnunni frá upphafi eldamennsku. Svanhildur fer yfir allt frá uppruna hvítlauks í Mið-Asíu til notkunar hans í fornöld, þegar hann var bæði matvæli og lækningajurt. Hún nefnir að Rómverjar hafi borðað hvítlauk fyrir bardaga, Grikkir fyrir styrk, og jafnvel Louis Pasteur hafi talið hann hafa bakteríudrepandi áhrif.

Frá Rómverjum til Hornsins: saga hvítlauksins í höndum ungrar fræðikonu

Svanhildur Jóhannesdóttir

Í verkefninu má einnig lesa um hvernig hvítlaukur barst til Evrópu á miðöldum og hvernig hann þróaðist úr „vinnumannsmat“ yfir í að verða mikilvægur hluti af matargerð aðalsins. Þar kemur fram að hvítlaukur sé ekki aðeins bragðgjafi heldur einnig talinn lækka kólesteról og blóðþrýsting, auka ónæmi og jafnvel verja gegn sýkingum.

Svanhildur tengir einnig hvítlauk við þjóðtrú og gamlar sögur um vampíruvarnir, þar sem hvítlauksrif voru sett í nef, munn eyru í hins látna til að halda illu frá. Hún lýsir hvítlauknum sem „kraftmikilli plöntu sem hefur jafnt notið virðingar í eldhúsinu sem í lækningum“.

Að lokum tekur hún saman tölur um framleiðslu hvítlauks í heiminum og kemur þar skýrt fram að Kína leiðir dansinn með rúmlega tólf milljón tonna árlega framleiðslu, á meðan Indland, Suður-Kórea og Egyptaland fylgja á eftir.

Verkefnið er vandað og fróðlegt, skrifað af áhuga og með smekk fyrir bæði mat og sögu. Hvítlaukurinn fær hér virðingu sem hann á svo sannarlega skilið, og hlaut Svanhildur hæstu einkunn fyrir þetta verkefni.

Frá Rómverjum til Hornsins: saga hvítlauksins í höndum ungrar fræðikonu

Svanhildur á vaktinni með móður sinni, Ólöfu Helgu Jakobsdóttur, á Horninu.

Aðspurð hvaða hlutverki hvítlaukur gegnir í hennar eigin eldhúsi segir Ólöf Helga Jakobsdóttir, matreiðslumeistari á Horninu, að hann sé nánast ómissandi hráefni.

„Ég nota hvítlauk í flest, bæði í sósur, marineringar og ofnbakaðan fisk. Hann lyftir bragðinu án þess að yfirgnæfa og gefur dýpt sem erfitt er að fá fram með öðrum hráefnum,“

segir Ólöf Helga.

„En lykillinn er hófleg og rétt meðferð, hvítlaukur þarf ást, ekki ofeldun.“

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið