Freisting
Forstjóri Michelin fórst í sjóslysi
Rannsókn er hafin á láti Edouard Michelin, 43 ára gamals forstjóra hjólbarðaframleiðandans Michelin, en lík hans fannst á reki innan um humragildrur undan strönd Bretagneskaga í gærkvöldi. Michelin fór í róður ásamt Guillaume Normant, vini sínum í gær í góðu veðri. Svo virðist sem báturinn hafi sokkið en svæðið þarna þykir hættulegt. Leit stendur yfir að Normant.
Um 130 þúsund manns starfa hjá Michelin, sem framleiðir samnefnda hjólbarða og leggur einnig nafn sitt við heimsþekkta ferðahandbók þar sem veitingastöðum og hótelum eru gefnar stjörnur. Edouard Michelin, sem lætur eftir sig eiginkonu og sex börn, hóf störf í fyrirtækinu, sem faðir hans stofnaði, þegar hann var 22 ára og árið 1991 tók hann við stjórnartaumunum, 28 ára gamall. Honum tókst að koma rekstrinum á réttan kjöl.
Michelin framleiddi hjólbarða fyrir nokkur kappaksturslið í Formúlu 1 en hafði lýst því yfir að slíkri framleiðslu yrði hætt eftir þetta keppnistímabil. Alþjóða akstursíþróttasambandið sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem harmi er lýst vegna fráfalls Michelins en Monte Carlo kappaksturinn fer fram um helgina.
Greint frá í Morgunblaðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin